Fara í efni

Landsnet hf. óskar eftir breytingu á aðalskipulagi Norðurþings vegna lagningar jarðstrengs

Málsnúmer 201202023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 91. fundur - 18.04.2012

Bæjarstjórn Norðurþings samþykkti 28. febrúar 2012 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að heimilt verði að leggja jarðstreng (66 kV) í vegöxl Reykjaheiðarvegar. Jarðstrengurinn mun liggja eftir vegi frá Þeistareykjum í Þingeyjarsveit að Kópaskerslínu í Norðurþingi. Sá hluti sem fellur innan Norðurþings er um 1 km að lengd.Breytingin fellur undir lög um umhverfimat áætlana nr. 105/2006 og var því unnin umhverfisskýrsla sem var auglýst með breytingunni í samræmi við 7. gr. þeirra laga. Kynningartími var frá 5. mars til mánudagsins 16. apríl 2012 og var athugasemdafrestur til sama tíma. Breytingartillagan ásamt umhverfisskýrslu er nú tekin fyrir að nýju í samræmi við 9. gr. laga um umhverfismat áætlana. Umhverfismat leiddi í ljós að umhverfisáhrif breytingarinnar yrðu lítil sem engin þar sem jarðstrengurinn yrði lagður í vegöxl á núverandi vegi sem þegar hefur verið ákveðið í skipulagi að byggja upp. Umhverfismatið kallaði því ekki á breytingu á tillögunni. Skipulagsstofnun yfirfór umhverisskýrsluna í samræmi við 3. mgr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana og gerði ekki athugasemdir sbr. bréf dags. 13. apríl 2012. Ekki bárust athugasemdir frá öðrum aðilum. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að auglýst breytingartillaga verði samþykkt að nýju sem óveruleg breyting í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, sbr. rökstuðning sem fram kemur í skipulagsgögnum, og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 14. fundur - 24.04.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 91. fundi skipulags- og byggingarnefndar sem fram fór 18. apríl s.l. Erindi ásamt afgreiðslu 91. fundar skipulags- og byggingarnefndar er eftirfarandi: Bæjarstjórn Norðurþings samþykkti 28. febrúar 2012 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í að heimilt verði að leggja jarðstreng (66 kV) í vegöxl Reykjaheiðarvegar.
Jarðstrengurinn mun liggja eftir vegi frá Þeistareykjum í Þingeyjarsveit að Kópaskerslínu í Norðurþingi.
Sá hluti sem fellur innan Norðurþings er um 1 km að lengd.Breytingin fellur undir lög um umhverfimat áætlana nr. 105/2006 og var því unnin umhverfisskýrsla sem var auglýst með breytingunni í samræmi við 7. gr. þeirra laga.
Kynningartími var frá 5. mars til mánudagsins 16. apríl 2012 og var athugasemdafrestur til sama tíma.
Breytingartillagan ásamt umhverfisskýrslu er nú tekin fyrir að nýju í samræmi við 9. gr. laga um umhverfismat áætlana.
Umhverfismat leiddi í ljós að umhverfisáhrif breytingarinnar yrðu lítil sem engin þar sem jarðstrengurinn yrði lagður í vegöxl á núverandi vegi sem þegar hefur verið ákveðið í skipulagi að byggja upp.
Umhverfismatið kallaði því ekki á breytingu á tillögunni.
Skipulagsstofnun yfirfór umhverisskýrsluna í samræmi við 3. mgr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana og gerði ekki athugasemdir sbr. bréf dags. 13. apríl 2012.
Ekki bárust athugasemdir frá öðrum aðilum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að auglýst breytingartillaga verði samþykkt að nýju sem óveruleg breyting í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, sbr. rökstuðning sem fram kemur í skipulagsgögnum, og send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Tillagan samþykkt samhljóða án umræðu.