Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

14. fundur 24. apríl 2012 kl. 16:15 - 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
 • Jón Grímsson aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Jón Helgi Björnsson aðalmaður
 • Olga Gísladóttir aðalmaður
 • Þráinn Guðni Gunnarsson 2. varaforseti
 • Sigríður Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Hilmar Dúi Björgvinsson 1. varamaður
 • Bergur Elías Ágústsson bæjarfulltrúi
 • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Norðursigling óskar eftir stöðuleyfi fyrir miðasöluhús að Hafnarstétt 11

Málsnúmer 201204020Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 91. fundi skipulags- og byggingarnefndar sem fram fór 18. apríl s.l.

Erindi ásamt afgreiðslu 91. fundar skipulags- og byggingarnefndar er eftirfarandi:Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 45 m² miðasöluhúsi að Hafnarstétt 11 skv. meðfylgjandi teikningum.
Til vara er sótt um bráðabirgðaleyfi fyrir húsinu á verbúðarþaki í stað núverandi miðasöluhúss.


Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við bæjarstjórn að ekki verði veitt bráðabirgðaleyfi fyrir nýjum
húsum á svæðinu fyrr en fyrir liggur samþykkt deiliskipulag.
Guðlaug og Anna leggja til við bæjarstjórn að veitt verði stöðuleyfi til eins árs fyrir 45 m² húsi á þaki verbúða.

Til máls tók: Jón Grímsson.

Tillaga meirihluta skipulags- og bygginarnefndar samþykkt með atkvæðum, Gunnlaugs, Jóns Grímssonar, Sigríðar, Hilmars Dúa, Hjálmars Boga og Soffíu. Jón Helgi, Olga og Þráinn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

2.Norðursigling óskar eftir leyfi fyrir skiltum

Málsnúmer 201204021Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 91. fundi skipulags- og byggingarnefndar sem fram fór 18. apríl s.l.


Erindi ásamt afgreiðslu 91. fundar skipulags- og byggingarnefndar er eftirfarandi:Óskað er eftir tímabundnu leyfi til að merkja miðasöluhús á þaki verbúðarhúss á sama hátt og gert var sumarið 2011.
Merkingar yrðu á þrjá vegu ofan á skyggni eins og fram kemur á mynd fylgjandi erindi.


Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimilaðar verði umbeðnar merkingar til loka október 2012.


Tillagan samþykkt án umræðu með atkvæðum Gunnlaugs, Jóns Helga, Jóns Grímssonar, Sigríðar, Hilmars Dúa, Hjálmars Boga, Soffíu og Þráins. Olga sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

3.Landsnet hf. óskar eftir breytingu á aðalskipulagi Norðurþings vegna lagningar jarðstrengs

Málsnúmer 201202023Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 91. fundi skipulags- og byggingarnefndar sem fram fór 18. apríl s.l. Erindi ásamt afgreiðslu 91. fundar skipulags- og byggingarnefndar er eftirfarandi: Bæjarstjórn Norðurþings samþykkti 28. febrúar 2012 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í að heimilt verði að leggja jarðstreng (66 kV) í vegöxl Reykjaheiðarvegar.
Jarðstrengurinn mun liggja eftir vegi frá Þeistareykjum í Þingeyjarsveit að Kópaskerslínu í Norðurþingi.
Sá hluti sem fellur innan Norðurþings er um 1 km að lengd.Breytingin fellur undir lög um umhverfimat áætlana nr. 105/2006 og var því unnin umhverfisskýrsla sem var auglýst með breytingunni í samræmi við 7. gr. þeirra laga.
Kynningartími var frá 5. mars til mánudagsins 16. apríl 2012 og var athugasemdafrestur til sama tíma.
Breytingartillagan ásamt umhverfisskýrslu er nú tekin fyrir að nýju í samræmi við 9. gr. laga um umhverfismat áætlana.
Umhverfismat leiddi í ljós að umhverfisáhrif breytingarinnar yrðu lítil sem engin þar sem jarðstrengurinn yrði lagður í vegöxl á núverandi vegi sem þegar hefur verið ákveðið í skipulagi að byggja upp.
Umhverfismatið kallaði því ekki á breytingu á tillögunni.
Skipulagsstofnun yfirfór umhverisskýrsluna í samræmi við 3. mgr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana og gerði ekki athugasemdir sbr. bréf dags. 13. apríl 2012.
Ekki bárust athugasemdir frá öðrum aðilum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að auglýst breytingartillaga verði samþykkt að nýju sem óveruleg breyting í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, sbr. rökstuðning sem fram kemur í skipulagsgögnum, og send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Tillagan samþykkt samhljóða án umræðu.

4.Vignir Sigurólason f.h fleiri aðila, sækir um lóðir undir tvö hesthús í nýju hesthúsahvefi í Saltvík.

Málsnúmer 201204029Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 17. fundi framkvæmda- og hafnanefndar sem fram fór 18. apríl s.l. Erindið ásamt afgreiðslu 17. fundar framkvæmda- og hafnanefndar er eftirfarandi: Vignir sækir um lóðir fyrir tvö hesthús í nýju hesthúsahverfi í Saltvík. Annarsvegar fyrir sína hönd og Stefáns Haraldssonar, hinsvegar fyrir hönd Einars Víðis Einarssonar og Þorgríms Jóels Þorgrímssonar. Sótt er um lóðir merktar B1 og B2 á deiliskipulagi fyrir svæðið. Fyrirhugað er að byggja tvö eins hús 9*25m eða 225m2 hvort.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjendum verði veittar þessar lóðir en vekur athygli á að kostnaðarverð lóðanna liggur ekki fyrir. Til máls tók: Hjálmar Bogi. Tillagan samþykkt samhljóða.

5.Þriggja ára fjárhagsáætlun 2013 - 2015

Málsnúmer 201201001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu, við síðari umræðu, 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings 2013 - 2015 sem tekin var fyrir 43. fundi bæjarráðs sem fram fór 18. apríl s.l. Erindi og afgreiðsla 43. fundar bæjarráðs er eftirfarandi: Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu við síðari umræðu 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings 2013 -2015.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi 3já ára fjárhagsáætlun Norðurþings verði tekin til afgreiðslu við síðari umræðu sem fer fram þann 24. apríl n.k. Til máls tóku: Bergur, Hilmar Dúi, Jón Helgi og Soffía. Við síðari umræðu er 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings 2013 - 2015 samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Jóns Helga, Olgu, Jóns Grímssonar, Sigríðar, Hjálmars Boga, Soffíu og Þráins. Hilmar Dúi sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

6.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 14

Málsnúmer 1204002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 14. fundar fræðslu- og menningarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 7. (200709069 Skólastefna Norðurþings) - Hjálmar Bogi, Soffía, Olga, Þráinn, Jón Grímsson, Sigríður, Hilmar Dúi og Jón Helgi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

7.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 91

Málsnúmer 1204001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 91. fundar skipulags- og byggingarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

8.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 29

Málsnúmer 1204004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 29. fundar félags- og barnaverndarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 3. (201109065 - Jafnréttisstefna Norðurþings) - Hjálmar Bogi og Olga Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

9.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 17

Málsnúmer 1204003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 17. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 4. (201204030 - Elvar Daði Guðjónsson /Tillaga að samningi um snjómokstur á Grímsstöðum á Fjöllum) - Hilmar Dúi, Þráinn og Soffía. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

10.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 13

Málsnúmer 1204005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 13. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið 10. (201204045 - Íslandsmeistarar í Norðurþingi.) - Hilmar Dúi og Hjálmar Bogi.Til máls tóku undir lið 9. (201102054 - Golfklúbbur Húsavíkur.) - Hilmar Dúi og Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

11.Bæjarráð Norðurþings - 43

Málsnúmer 1204006Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 43. fundar bæjarráðs til staðfestingar.

Til máls tóku undir lið 1. (201204001 - Atvinnuveganefnd Alþingis, 658. mál til umsagnar, frumvarp til laga um veiðigjöld.) - Jón Helgi, Jón Grímsson, Bergur, Hjálmar Bogi, Hilmar Dúi, Þráinn og Gunnlaugur.

Jón Helgi leggur til við bæjarstjórn að hún geri ályktun bæjarráðs að sinni. Ályktunin er eftirfarandi:


Við undirrituð vörum Alþingi sterklega við því að samþykkja fyrirliggjandi frumvörp ríkisstjórnarinnar til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld.

Greinargerð óháðra sérfræðinga, sem fylgir frumvörpunum og sem unnin var að beiðni sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðuneytisins, ætti að hvetja löggjafann að staldra við og ígrunda gaumgæfilega áhrif lagasetningarinnar á rekstur og afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og á sjávarbyggðir landsins.

Sérfræðingarnir búast við ”umhleypingum á næstu árum meðan útgerðin lagar sig að breyttum aðstæðum“ og segja að áformuð lagasetning muni verða ”mjög íþyngjandi fyrir rekstur sjávarútvegsfyrirtækja“. Enn fremur að hækkun veiðigjalds muni án efa ”kippa stoðum undan skuldsettari útgerðarfyrirtækjum.“

Þá benda sérfræðingarnir á að byggðaaðgerðir frumvarpsins séu ”ólíklegar til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að“, enda skorti enn þann ”langtímastöðugleika sem getur skapað grundvöll fyrir uppbyggingu atvinnulífs í sjávarbyggðum“.

Undirritaðir telja að þessi varnaðarorð, sem fylgja frumvörpunum, séu meira en næg ástæða fyrir alþingismenn til að leggja málin til hliðar frekar en að stuðla að því að lögfesta þau og stuðla þannig að ”umhleypingum“ með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk og fyrirtæki í sjávarbyggðum landsins, m.a. mögulegri lækkun launa sjómanna og fiskverkafólks, lækkunar útsvarstekna sveitarfélaga, minni fjárfestingagetu sjávarútvegsfyrirtækja á landsbyggðinni og þar með en minni atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni en nú er.

Við slíkt verður ekki unað.

Bæjarstjórn samþykkir ályktunina samhljóða.

Til máls tóku undir lið 5. (201204031 - Umhverfisráðuneyti - ósk um umsögn vegna reglugerðar um verndun Mývatns og Laxár.) - Hjálmar Bogi, Jón Helgi, Þráinn, Hilmar Dúi, Bergur, Jón Grímsson og Gunnlaugur.
Til máls tóku undiur lið 15. (201203085 - Arnhildur Pálmadóttir, verkefnið "skapandi tæknimenntastofa".) - Hjálmar Bogi og Bergur.

Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

Fundi slitið - kl. 16:15.