Fara í efni

Egill Olgeirsson hjá Mannvit sækir um byggingarleyfi fyrir hús við íþróttavöll

Málsnúmer 201203096

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 91. fundur - 18.04.2012

Með bréfi dags. 27. mars 2012 kynnti Egill Olgeirsson, f.h. Mannvits, hugmynd að staðsetningu nýs vallarhúss við fótboltavelli. Nú hafa fleiri hugmyndir að staðsetningu bæst við og mætti Per Langsöe Christensen til fundarins að kynna þær. Í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 er gert ráð fyrir að byggja megi á íþróttasvæðinu mannvirki sem henta svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd telur heppilegustu staðsetningu fyrir mannvirkið vera skv. tillögu C og leggur til að við það verði miðað við frekari hönnun mannvirkisins.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 93. fundur - 14.06.2012

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 127,9 m2 húsi á einni hæð milli íþróttavalla á íþróttasvæði merkt O3 í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Meðfylgjandi erindi eru teikningar unnar af Per Langsöe Christensen arkitekt. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið, enda telur hún fyrirhugað mannvirki í samræmi við skipulag.