Fara í efni

Erindi frá Soffíu Helgadóttir varðandi löggæslu í Þingeyjarsýslum

Málsnúmer 201206049

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 16. fundur - 19.06.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til umræðu erindi frá Soffíu Helgadóttir varðandi löggæslu í Þingeyjarsýslum.Til máls tóku undir þessum lið: Soffía og Jón Helgi.Eftirfarandi er bókun bæjarstjórnar:;
Bæjarstjórn Norðurþings skorar á innanríkisráðherra, hr. Ögmund Jónasson, að fjölga stöðugildum lögreglumanna í Þingeyjarsýslum og að fjármagn til umdæmisins verði aukið. ;
Umdæmið nær yfir 19.000 km<SUP>2</SUP> svæði eða tæplega 20% af flatarmáli landsins. Síðastliðin 30 ár hafa verið 9 stöðugildi lögreglumanna í umdæminu, 7 á Húsavík og 2 á austursvæðinu. Til að mæta niðurskurði undanfarinna ára, hefur akstur lögreglubirfreiða verið minnkaður úr u.þ.b. 180 þús km. og stefnir í 85 þús km. á þessu ári. ;
Fjárveitingar eru slíkar að sumarafleysingar verða í algjöru lágmarki, en 5 manns koma til með að annast 19.000 km<SUP>2</SUP> svæði yfir sumartímann þegar hundruðir þúsunda ferðamanna heimsækja sýslurnar. ;
Niðurskurðurinn segir virkilega til sín og í raun kominn yfir öll þolmörk og starfsmenn tapa heilsu vegna álags. Verst kemur þetta niður á jaðarbyggðum umdæmisins þar sem lögreglan er enn minna á ferðinni en áður. ;
Löggæsluáætlun 2005-2011, gerði ráð fyrir því að árið 2012 yrðu lögreglumenn í Þingeyjarsýslum orðnir 12 talsins en í stað þess að það gengi eftir, hefur þeim fækkað niður í 7 eða 23% og stefnir í enn frekari fækkun eða 33%. ;
;
Fyrirliggjandi bókun samþykkt samhljóða.