Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

16. fundur 19. júní 2012 kl. 16:15 - 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
  • Jón Grímsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Jón Helgi Björnsson aðalmaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
  • Þráinn Guðni Gunnarsson 2. varaforseti
  • Áki Hauksson varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Erindi frá Soffíu Helgadóttir varðandi löggæslu í Þingeyjarsýslum

Málsnúmer 201206049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til umræðu erindi frá Soffíu Helgadóttir varðandi löggæslu í Þingeyjarsýslum.Til máls tóku undir þessum lið: Soffía og Jón Helgi.Eftirfarandi er bókun bæjarstjórnar:;
Bæjarstjórn Norðurþings skorar á innanríkisráðherra, hr. Ögmund Jónasson, að fjölga stöðugildum lögreglumanna í Þingeyjarsýslum og að fjármagn til umdæmisins verði aukið. ;
Umdæmið nær yfir 19.000 km<SUP>2</SUP> svæði eða tæplega 20% af flatarmáli landsins. Síðastliðin 30 ár hafa verið 9 stöðugildi lögreglumanna í umdæminu, 7 á Húsavík og 2 á austursvæðinu. Til að mæta niðurskurði undanfarinna ára, hefur akstur lögreglubirfreiða verið minnkaður úr u.þ.b. 180 þús km. og stefnir í 85 þús km. á þessu ári. ;
Fjárveitingar eru slíkar að sumarafleysingar verða í algjöru lágmarki, en 5 manns koma til með að annast 19.000 km<SUP>2</SUP> svæði yfir sumartímann þegar hundruðir þúsunda ferðamanna heimsækja sýslurnar. ;
Niðurskurðurinn segir virkilega til sín og í raun kominn yfir öll þolmörk og starfsmenn tapa heilsu vegna álags. Verst kemur þetta niður á jaðarbyggðum umdæmisins þar sem lögreglan er enn minna á ferðinni en áður. ;
Löggæsluáætlun 2005-2011, gerði ráð fyrir því að árið 2012 yrðu lögreglumenn í Þingeyjarsýslum orðnir 12 talsins en í stað þess að það gengi eftir, hefur þeim fækkað niður í 7 eða 23% og stefnir í enn frekari fækkun eða 33%. ;
;
Fyrirliggjandi bókun samþykkt samhljóða.

2.Frístundaheimili

Málsnúmer 201104111Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 14. fundi tómstunda- og æskulýðsnefndar. Erindið var einnig tekið fyrir á 16. fundi fræðslu- og æskulýðsnefndar.Eftirfarandi eru afgreiðslur nefndanna:14. fundur tómstunda- og æskulýðsnefndar."Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar fyrirliggjandi tillögum að Frístundaheimili í Túni.Starfssemi Skólasels Borgarhólsskóla mun með því flytjast í Tún."16. fundur fræðslu- og menningarnefndar.;
"Fræðslu- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindi tómstunda- og æskulýðsfulltrúa varðandi tilfærslu Skólasels Borgarhólsskóla frá fræðslusviði yfir á æskulýðs- og tómstundarsvið og verði skilgreint sem frístundastarf í Túni og yrði breytt í Frístundaheimilið Tún. Starfið í Skólaselinu fellur vel að núverandi starfsemi í Túni og meiri möguleikar á að þróa starfið enn frekar innan málaflokksins. ;
Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt til reynslu í eitt ár." ;
;
Til máls tók undir þessum lið: Hjálmar Bogi. ;
;
Fyrirliggjandi tillaga fræðslu- og menningarnefndar samþykkt samhljóða.

3.Norðurþing, skipan fulltrúa í nefndir og ráð 2010-2014

Málsnúmer 201006035Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu kosning og skipan í eftirfarandi nefndir og ráð.1. kosning forseta bæjarstjórnar.2. kosning fyrsta varaforseta bæjarstjórnar.3. kosning annars varaforseta bæjarstjórnar.4. skipan fulltrúa í bæjarráð til 1. árs.1. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Gunnlaugur Stefánsson verði forseti bæjarstjórnar.2. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Trausti Aðalsteinsson verði fyrsti varaforseti bæjarstjórnar.3. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Olga Gísladóttir verði annar varaforseti bæjarstjórnar.4. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að eftirtaldir bæjarfulltrúar skipi bæjarráð til júní 2013:a) Jón Helgi Björnsson aðalmaður og formaður og til vara verði Olga Gísladóttir.b) Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður og til vara verði Soffía Helgadóttir.c) Þráinn Gunnarsson aðalmaður og til vara verði Jón Grímsson.d) Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi og til vara verði Sigríður Valdimarsdóttir.Fyrirliggjandi tilnefningar samþykktar samhljóða.

4.Umboð til bæjarráðs

Málsnúmer 201205050Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur veiting umboðs til handa bæjarráði sem mun fara með afgreiðslur bæjarstjórnar í sumarorlofi bæjarstjórnar. Umboðið stendur í tvo mánuði, frá og með 20. júní til og með 20. ágúst 2012. Fyrirliggjandi umboð bæjarráðs samþykkt samhljóða.

5.Tillaga að breyttu deiliskipulagi hesthúsahverfis í Saltvík

Málsnúmer 201206044Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 93. fundi skipulags- og byggingarnefndar.Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:Per Langsöe Christensen kynnti tvær tillögur að breytingum deiliskipulags hesthúsasvæðis í Saltvík.
Stefán Haraldsson mætti til fundarins og kynnti sjónarmið hestamanna.
Fram kom í máli Stefáns að afar ósennilegt væri að þörf yrði fyrir stórt hesthús eins og gildandi skipulag gerir ráð fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að breyta tillögu 2 á þann veg að fellt verði út stóra hesthúsið og þess í stað gera ráð fyrir óbreyttum byggingarrétti á lóð undir félagsaðstöðu.
Skipulags- og byggingarnefnd telur þessa breytingu frá gildandi deiliskipulagi óverulega og leggur því til
við bæjarstjórn að farið verði með skipulagstillöguna á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði
falið að grenndarkynna breytinguna til þess eina húseiganda sem er á svæðinu.Til máls tók undir þessum lið: Jón Grímsson. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

6.Jón Halldór Guðmundsson Ærlæk óskar eftir leyfi til að skipta út úr jörðinni og taka úr landbúnaðarnotum tveimur landspildum Dranghólum og Þrastarlundi

Málsnúmer 201205061Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 93. fundi skipulags- og byggingarnefndar.Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:Óskað er eftir samþykki fyrir að skipta út úr jörðinni Ærlæk tveimur frístundahúsasvæðum og taka þau úr landbúnaðarnotum.
Annarsvegar er um að ræða 28,1 ha svæði í Þrastarlundi og hinsvegar 17,5 ha svæði í Dranghólum.
Um er að ræða áður deiliskipulögð svæði sem skilgreind eru undir frístundahús í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030.
Erindi fylgja tveir hnitsettir uppdrættir sem sýna afmörkun hvorrar landspildu um sig.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að skipta tilgreindum frístundahúsasvæðum út úr jörðinni, taka þau úr landbúnaðarnotum og skilgreina sem frístundahúsasvæði, enda er það í samræmi við aðal- og deiliskipulag.Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða og án umræðu.

7.Gentle Giants-Hvalaferðir ehf. sækja um stöðuleyfi fyrir tengibyggingu milli smáhýsa á þaki Hafnarstéttar 7

Málsnúmer 201206023Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 93. fundi skipulags- og byggingarnefndar.Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir þegar byggðri tengibyggingu milli smáhýsa á þaki hafnarstéttar 7.
Meðfylgjandi erindi er rissmynd af byggingunni sem byggð var í óleyfi á síðasta ári.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði stöðuleyfi fyrir umræddri byggingu til loka október 2012.Til máls tók undir þessum lið: Jón Grímsson.Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

8.Eignarhaldsfélagið Fasteign - endurskipulagning

Málsnúmer 201205043Vakta málsnúmer

Fyrir bæjastjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 47. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs: Fyrir bæjarráði liggur fyrir samkomulag í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.
Unnið hefur verið að frágangi og útfærslu á fjárhagslegri endurskipulagningu leigusala.
Grunnur að þeirri útfærslu hefur verið kynntur leigutaka og öðrum leigutökum sumarið 2011 og á hluthafafundi leigusala í desember 2011.
Hluthafafundur leigusala samþykkti samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu á fundi þann 24. maí 2012.
Á fundinum lá frammi útdráttur sem tilgreinir öll efnisatriði samkomulags um fjárhagslega endurskipulagningu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. dag. 8. maí 2012 sem gert hefur verið á milli félagsins og helstu kröfuhafa félagsins en þar er meðal annars sú forsenda að aðilar gagnist undir skilmála nýrra leigusamninga og að eldri samningar falli niður samhliða.
Samkomulagið er m.a. undirratað af hálfu félagsins með þeim fyrirvara að hluthafafundur og leigutakar samþykki það.
Fyrir var tekin tillaga stjórnar félagsins er varðar afgreiðslu samkomulags um endurskipulagningu.
Eftir umræður fundar þá var tillagan sú að hluthafafundur samþykkti samkomulagið eins og það hefur verið kynnt og stjórn falið að grípa til nauðsynlegra ráðstafana svo unnt sé að uppfylla einstök efnisatriði þess.
Tillagan var samþykkt án mótatkvæða.Það er grunnforsenda endurskipulagningar leigusala að gerðir verði nýir leigusamningar á milli leigusala og helstu leigutaka.
Þeir leigusamningar hafa verið sendir út til leigutaka félagsins í endurskipulögðu félagi.Aðilar eru sammála um að samhliða því að leigutaki yfirtaki alla viðhalds og endurbótaskyldu að sú yfirtaka miði við núverandi ástand eigna.
Leigutaki skuldbindur sig til að fallast á að núverandi ástand eigna sé ásættanlegt.
Leigutaki mun ekki gera frekari kröfur á hendur leigusala vegna ástands eigna að öðru leyti en greinir hér á eftir.

Áfallnar endurbætur sem aðilar hafa samþykkt eru:
Bygging ......... 0,882 milljónir
Leigutaki mun sjá um ofngreindar framkvæmdir og bera ábyrgð á þeim nema um annað verði samið.
Leigutaki hefur heimild til að skuldajafna ofngreindan kostnað á móti leigugreiðslum, þá annað hvort á móti gjaldfallinni leigugreiðslu eða næstu leigugreiðslu eftir að samningar um endurskipulagningu er lokið með undirritun nýrra leigusamninga.Gangi fjárhagsleg endurskipulagning ekki eftir og ekki verða gerðir nýir leigusamningar þá fellur samningu þessi úr gildi.
Leigusali hefur þá ekki skyldur umfram upphaflegan leigusamning milli aðila um viðhald og endurbætur.
Reykjavík, 4. júní 2012
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagslega endurskipulagningu félagsins.
En bendir jafnfram á að sveitarfélagið getur á seinni stigum farið úr félaginu telji það hagsmunum sínum
betur komið með þeim hætti.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá fundargerðir stjórnar félagsins sendar frá upphafi. Til máls tóku undir þessum lið: Hjálmar Bogi, Jón Helgi, Áki, Bergur, Soffía, Trausti, Þráinn, Jón Grímsson og Gunnlaugur.
Fulltrúi Þinglistans, Áki Hauksson leggur fram eftirfarandi bókun:

Nú liggur fyrir nýr samningur á borðum á milli Eignarhaldsfélagsins og Norðurþings, ber hann þess merki að miklar björgunaraðgerðir eru í gangi til að bjarga Eignarhaldsfélaginu frá gjaldþroti. Að öllum líkindum munu leigugreiðslur lækka til Eignarhaldsfélagsins með þessum nýja samningi en á móti mun sveitarfélagið taka við öllu viðhaldi bæði innan og utan sem og öllum rekstri leikskólans út samningstímann eða næstu c.a 27 ár. Einnig skal leigutaki skila húsnæðinu til leigusala í sambærilegu ásigkomulagi og hann tók við því, leigutaki skal sjá um öll opinbergjöld svo sem fasteignagjöld sem og brunatryggingargjald og húseigendagjald. Allan kostnað af kröfum eftirlits s.s eldvarna, heilbrigðis, rafmagns og byggingareftirlits. Einnig er leigusala heimilt að innheimta allt að 5% álag ofaná mánaðargreiðslur til að mæta kostnaði leigusala. Það er ljóst í mínum huga að öll áhættan og kostnaðurinn er sveitarfélagsins. Af þessu má sjá að björgunaraðgerðirnar standa fyrst og fremst að því að bjarga Eignarhaldsfélaginu Fasteign frá hruni með greiðslum frá sveitarfélögum. Ég vona að í framtíðinni láti menn ekki glepjast af slíkum fjárhættusamningum og láti það algjörlega vera að tala fallega um slíka hluti opinberlega.
Ég ítreka að unnið verði að því að losa Norðurþing undan þessu Eignarhaldsfélagi Fasteign, óskabarni Bjarna Ármanns og Íslandsbanka þáverandi.

Áki Hauksson - sign Fyrirliggjandi samningur við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. vegna fjárhagslegrar endurskipulagningu félagsins samþykktur með atkvæðum, Gunnlaugs, Olgu, Jóns Helga, Jóns Grímssonar, Trausta, Soffíu og Þráins. Áki og Hjálmar Bogi sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

9.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 16

Málsnúmer 1205007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 16. fundar fræðslu- og menningarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfestir án um umræðu.

10.Bæjarráð Norðurþings - 46

Málsnúmer 1205008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 46. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir 17. lið fundargerðarinnar: Soffía og Jón Grímsson. Undir þessum lið er lögð fram eftirfarandi bókun/greinargerð: Bæjarstjórn Norðurþings hvetur Símann hf. að nýta sem fyrst þá fjárfestingu sem sveitarfélagið og Síminn lögðu í við að breiðbandsvæða Húsavíkurbæ með því að tengja öll heimili og stofnanir sveitarfélagsins við ljósleiðara.

Greinargerð:
Norðurþing (áður Húsavíkurkaupstaður) átti gott samstarf við Símann hf við lagningu breiðbandskerfis á Húsavík og var sveitarfélagið þá tilraunasveitarfélag við nýtingu þessarar nýju tækni. Nú rúmum áratug síðar er nýting á þeim lögnum lítil þrátt fyrir að þær séu tæknilega fullkomnar. Í dag er ljósleiðari í alla götukassa Símans á Húsavík og því ætti að vera auðvelt að endurnýja endabúnað í götukössunum sem tryggt getur íbúum stórbætt aðgengi að interneti og sjónvarpssendingum.

Samkvæmt heimasíðu Símans hf kemur fram að með Ljósnetinu sé tengihraði 50 mb/s í stað núverandi hraða á ADSL, sem er 12 til 16 mb/s
Kostnaður við framkvæmd sem þessa er mun minni en víða annarsstaðar, þar sem allar lagnir í götum eru til staðar bæði milli símstöðvar og götukassa og frá götukössum og inn í íbúðarhús. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

11.Bæjarráð Norðurþings - 47

Málsnúmer 1205009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 47. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir 6. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi, Jón Grímsson og Soffía.Til máls tóku undir 4. lið fundargerðarinnar: Jón Helgi og Hjálmar Bogi.Til máls tóku undir 13. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi og Bergur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

12.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 17

Málsnúmer 1206005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 17. fundar fræðslu- og menningarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 6. lið fundargerðarinnar: Soffía.Til máls tóku undir 4. lið fundargerðarinnar: Jón Grímsson.Til máls tóku undir 5. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

13.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 30

Málsnúmer 1206001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 30. fundar félags- og barnaverndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 2. lið fundargerðarinnar: Soffía og Olga. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

14.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 19

Málsnúmer 1206004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 19. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 6. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi og Trausti.Til máls tóku undir 4. lið fundargerðarinnar: Áki, Þráinn, Soffía, Hjálmar Bogi, Jón Grímsson, Jón Helgi, Olga og Gunnlaugur.Til máls tóku undir 14. lið fundargeðarinnar: Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

15.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 93

Málsnúmer 1206003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 93. fundar skipulag- og byggingarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 4. lið fundargerðarinnar: Trausti og Jón Grímsson.Til máls tóku undir 20. lið fundargerðarinnar: Áki, Jón Grímsson og SoffíaTil máls tóku undir 24. lið fundargerðarinnar: Áki, Jón Grímsson og Gunnlaugur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

16.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 14

Málsnúmer 1206002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 14. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 3. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

Fundi slitið - kl. 16:15.