Fara í efni

Jón Halldór Guðmundsson Ærlæk óskar eftir leyfi til að skipta út úr jörðinni og taka úr landbúnaðarnotum tveimur landspildum Dranghólum og Þrastarlundi

Málsnúmer 201205061

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 93. fundur - 14.06.2012

Óskað er eftir samþykki fyrir að skipta út úr jörðinni Ærlæk tveimur frístundahúsasvæðum og taka þau úr landbúnaðarnotum. Annarsvegar er um að ræða 28,1 ha svæði í Þrastarlundi og hinsvegar 17,5 ha svæði í Dranghólum. Um er að ræða áður deiliskipulögð svæði sem skilgreind eru undir frístundahús í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Erindi fylgja tveir hnitsettir uppdrættir sem sýna afmörkun hvorrar landspildu um sig. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að skipta tilgreindum frístundahúsasvæðum út úr jörðinni, taka þau úr landbúnaðarnotum og skilgreina sem frístundahúsasvæði, enda er það í samræmi við aðal- og deiliskipulag.

Bæjarstjórn Norðurþings - 16. fundur - 19.06.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 93. fundi skipulags- og byggingarnefndar.Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:Óskað er eftir samþykki fyrir að skipta út úr jörðinni Ærlæk tveimur frístundahúsasvæðum og taka þau úr landbúnaðarnotum.
Annarsvegar er um að ræða 28,1 ha svæði í Þrastarlundi og hinsvegar 17,5 ha svæði í Dranghólum.
Um er að ræða áður deiliskipulögð svæði sem skilgreind eru undir frístundahús í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030.
Erindi fylgja tveir hnitsettir uppdrættir sem sýna afmörkun hvorrar landspildu um sig.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að skipta tilgreindum frístundahúsasvæðum út úr jörðinni, taka þau úr landbúnaðarnotum og skilgreina sem frístundahúsasvæði, enda er það í samræmi við aðal- og deiliskipulag.Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða og án umræðu.