Fara í efni

Tillaga að breyttu deiliskipulagi hesthúsahverfis í Saltvík

Málsnúmer 201206044

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 93. fundur - 14.06.2012

Per Langsöe Christensen kynnti tvær tillögur að breytingum deiliskipulags hesthúsasvæðis í Saltvík. Stefán Haraldsson mætti til fundarins og kynnti sjónarmið hestamanna. Fram kom í máli Stefáns að afar ósennilegt væri að þörf yrði fyrir stórt hesthús eins og gildandi skipulag gerir ráð fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að breyta tillögu 2 á þann veg að fellt verði út stóra hesthúsið og þess í stað gera ráð fyrir óbreyttum byggingarrétti á lóð undir félagsaðstöðu. Skipulags- og byggingarnefnd telur þessa breytingu frá gildandi deiliskipulagi óverulega og leggur því til við bæjarstjórn að farið verði með skipulagstillöguna á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að grenndarkynna breytinguna til þess eina húseiganda sem er á svæðinu.

Bæjarstjórn Norðurþings - 16. fundur - 19.06.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 93. fundi skipulags- og byggingarnefndar.Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:Per Langsöe Christensen kynnti tvær tillögur að breytingum deiliskipulags hesthúsasvæðis í Saltvík.
Stefán Haraldsson mætti til fundarins og kynnti sjónarmið hestamanna.
Fram kom í máli Stefáns að afar ósennilegt væri að þörf yrði fyrir stórt hesthús eins og gildandi skipulag gerir ráð fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að breyta tillögu 2 á þann veg að fellt verði út stóra hesthúsið og þess í stað gera ráð fyrir óbreyttum byggingarrétti á lóð undir félagsaðstöðu.
Skipulags- og byggingarnefnd telur þessa breytingu frá gildandi deiliskipulagi óverulega og leggur því til
við bæjarstjórn að farið verði með skipulagstillöguna á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði
falið að grenndarkynna breytinguna til þess eina húseiganda sem er á svæðinu.Til máls tók undir þessum lið: Jón Grímsson. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 98. fundur - 14.11.2012

Á fundi sínum þann 25. júní s.l. fól bæjarstjórn Norðurþings skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna breytingu deiliskipulags hesthúsasvæðis við Saltvík. Tilgreindur nágranni á svæðinu samþykkti breytingu deiliskipulagsins með áritun sinni á skipulagsuppdrátt. Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við bæjarstjórn að breyting deiliskipulagsins verði samþykkt og gildistaka breytingarinnar verði auglýst í B-deils stjórnartíðinda.

Bæjarstjórn Norðurþings - 19. fundur - 20.11.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 98. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Á fundi sínum þann 25. júní s.l. fól bæjarstjórn Norðurþings skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna breytingu deiliskipulags hesthúsasvæðis við Saltvík.
Tilgreindur nágranni á svæðinu samþykkti breytingu deiliskipulagsins með áritun sinni á skipulagsuppdrátt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við bæjarstjórn að breyting deiliskipulagsins verði samþykkt og gildistaka breytingarinnar verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Til máls tók: Jón Grímsson Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.