Fara í efni

Málefni aldraðra í Norðurþingi, framtíðasýn

Málsnúmer 201309051

Vakta málsnúmer

Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 37. fundur - 25.09.2013

Lagt fram erindi frá deildarstjóra í félagslegri heimaþjónustu þar sem hann lýsir áhuyggjum sínum vegna stöðu aldrarða í Þingeyjarsýslum. Fjöldi aldraðra er á biðlista eftir að komast í þjónustu, eða hjúkrunarrými. Þessir einstaklingar geta illa búið heima lengur nema með verulegri þjónustu frá sveitarfélaginu. Fé til félagslegrar heimaþjónustu hefur verið skorið niður á undanförnum árum. Hvernig ætlar sveitarfélagið að mæta þörfum þessa fólks sem meðan það bíður eftir að komast í varanlegt dvalarrými á Hvammi. Formanni nefndarinnar er falið vinna málið áfram.