Fara í efni

Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings

37. fundur 25. september 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • María Óskarsdóttir aðalmaður
  • Dögg Káradóttir félagsmálafulltrúi
  • Hilda Rós Pálsdóttir varaformaður
  • Kristjana Lilja Einarsdóttir varamaður
  • Þorgrímur Sigmundsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Dögg Káradóttir Félagsmálafulltrúi
Dagskrá

1.Barnaverndarstofa 2012 - ýmis erindi

Málsnúmer 201202057Vakta málsnúmer

Erindi frá Barnaverndarstofu lögð fram til kynningar

2.Breyting á reglugerð um þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 201308031Vakta málsnúmer

Reglugerð um breytingar á þjónustu við fatlað fólk lögð fram til kynningar. Lækkun á framlagi jöfnunarsjóðs frá fyrra ári kynnt. Lögð fram greinargerð frá deildarstjóra málefna fatlaðra vegna fyrirhugaðrar lækkunar á greiðslum frá sjóðnum.

3.Erindi frá forstöðumönnum Sólbrekku, Pálsgarði, Miðunni og deildarstjóra frekari liðveislu, framtíðarsýn í húsnæðismálum fatlaðra

Málsnúmer 201309050Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá forstöðumönnum Sólbrekku, Pálsgarð, Miðjunni og deildarstjóra frekari liðveilsu. Þeir lýsa yfir áhyggjum sínum vegna skorts á framtíðarsýn sveitarfélagsins í búsetumálum fyrir fatlað fólk. Fyrirséð er að sá hópur sem þarf sérstök úrræði í búsetumálum mun stækka í allra nánustu framtíð. Nefndarmenn taka undir áhyggjur forstöðumannanna sem lýst er í erindinu og þakka fyrir ábendingarnar. Formanni nefndarinnar er falið að vinna málið áfram.

4.Málefni aldraðra í Norðurþingi, framtíðasýn

Málsnúmer 201309051Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá deildarstjóra í félagslegri heimaþjónustu þar sem hann lýsir áhuyggjum sínum vegna stöðu aldrarða í Þingeyjarsýslum. Fjöldi aldraðra er á biðlista eftir að komast í þjónustu, eða hjúkrunarrými. Þessir einstaklingar geta illa búið heima lengur nema með verulegri þjónustu frá sveitarfélaginu. Fé til félagslegrar heimaþjónustu hefur verið skorið niður á undanförnum árum. Hvernig ætlar sveitarfélagið að mæta þörfum þessa fólks sem meðan það bíður eftir að komast í varanlegt dvalarrými á Hvammi. Formanni nefndarinnar er falið vinna málið áfram.

5.Miðjan, nýtt húsnæði, kynning

Málsnúmer 201309053Vakta málsnúmer

Kynnt nýtt húsnæði sem Miðjan mun flytja í á haustdögum. Húsnæðið er um helmingi stærra en það húsnæði sem Miðjan er í í dag. Lagðar fram teikningar og fjárhagsáætlun vegna þeirra breytinga sem fara þarf í nýju húsnæði.

6.Kynning á fjárhagsáætlun 2014, félagsþjónusta

Málsnúmer 201309054Vakta málsnúmer

Kynning á stöðu fjárhag félagsþjónustunnar í dag. Umræða um fjárhagsramma næsta árs og mikilvægi þess að sett verði meira fjármagn í málaflokkinn.

7.Gjaldskrá vegna eftirskólavistunar fyrir fötluð börn og ungmenni, 5. - 10. bekkur

Málsnúmer 201309052Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá vegna eftirskólavistunar fyrir fötluð börn og ungmenni. Engin eftirskólavist er fyrir börn eftir að þau ljúka fjórða bekk. Fötluð börn og ungmenni eiga þess kost að sækja Miðjuna eftir að fjórða bekk lýkur. Jöfnunarsjóður greiðir hluta kosnaðarins. Nefndin samþykkir tillöguna með þeirri breytingu að inn verði settur systkinaafláttur samværilegt við gjaldskrá í Túni. Málinu vísað til bæarráðst til staðfestingar.

8.Undanþága frá 13. gr. laga nr. 138/1997 um húsaleigubætur

Málsnúmer 201309056Vakta málsnúmer

Samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 eru einungis greiddar einar húsaleigubætur pr. íbúð. Í 7. gr. laganna er gefin undanþága fyrir námsmenn sem eru í námi á framhalds-eða háskólastigi og leiga á heimavist eða námsgörðu. Lögð fram hugmynd að starfs- og vinnureglum við afgreiðslu húsaleigubóta sem fela í sér að heimilt verði að veita tveimur eða fleiri aðilum húsaleigubætur út á einn samning sem gefinn er út af rekstrarfélagi sem eingöngu leigir út húsnæði til nemenda. Tllögunni hafnað einróma

Fundi slitið - kl. 16:00.