Fara í efni

Nýskapandi samfélag í Norðurþingi

Málsnúmer 201408035

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 39. fundur - 03.09.2014

Fyrir nefndinni liggur erindi frá félagi kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt (FNF) þar sem kallað er eftir samvinnu heimamanna, skólasamfélagsins og atvinnulífsins í Norðurþingi um verkefni sem lýtur að nýskapandi samfélagi. Stefnt er að umsókn í Erasmus+ styrkáæltun Menntaáætlunar ESB með umsóknarfrest í mars eða apríl 2015. Verkefnishugmyndin miðar að því að Norðurþing verði "tilraunasamfélag" þar sem áherslur allra skólastiga verða samþættar í átt til nýsköpunar og frumkvöðlamenntar. Verkefnistími er áætlaður þrjú ár. Leiðandi aðili meðal heimamanna verði Þekkingarnet Þingeyinga sem jafnframt verður aðalumsækjandi í Erasmus+ umsókn. Á fyrstu stigum í umsóknarferlinu er kallað eftir samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Framhaldsskólann á Húsavík og Norðurþing vegna leik- og grunnskóla sveitarféalgsins. Óskað er eftir samstarfsyfirlýsingum framangreindra aðila auk þess sem þess er óskað að þeir tilnefni fulltrúa í verkefnisstjórn. Verkefnið hefur þegar verið kynnt skólastjórum leik- og grunnskóla í Norðurþingi og hafa þeir lýst yfir áhuga sínum til samstarfs. Leitað verður eftir styrk til Vaxtarsamnings Norðurlands Eystra vegna kostnaðar við umsókn í Erasmus+, fáist sú umsókn samþykkt mun kostnaður við verkefnið greiðast að fullu úr þeim sjóði. Fræðslu- og menningarnefnd lýsir fyrir hönd Norðurþings yfir vilja til samstarfs um framangreint verkefni og tilnefnir Erlu Sigurðardóttur, Fræðslu- og menningarfulltrúa í verkefnisstjórn fyrir hönd sveitarfélgsins.