Fara í efni

Rarik ohf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðar Ketilsbrautar 22

Málsnúmer 201410042

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 121. fundur - 14.10.2014

Skv. samþykktu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að byggja skuli steinsteypta veggi á tvo vegu við fyrirhugaða spennistöð við Stóragarð. RARIK telur veggina óþarfa, enda fyrirhugað hús sérstaklega skermað fyrir rafsegulbylgjum, og óskar því eftir að kvöðin verði afnumin. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir forsögu málsins. Skipulags- og byggingarnefnd telur að RARIK hafi gefist tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri um gildi umræddra skjólveggja við nýlega afstaðið skipulagsferlið. Ekki hefur komið fram skýr rökstuðningur fyrir þörf á breytingu skipulagsins. Nefndin fellst því ekki á að breyta deiliskipulaginu.