Fara í efni

Framhaldsskólinn á Húsavík og áform menntamálaráðherra um hann.

Málsnúmer 201505065

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 48. fundur - 19.05.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur ósk frá bæjarfulltrúunum Gunnlaugi Stefánssyni, Jónasi Einarssyni, Soffíu Helgadóttur og Kjartani Þórarinnsyni að ræða málefni Framhaldsskólans á Húsavík og áform Menntamálaráðherra um skólann og mikilvægi skólans í okkar samfélagi.









Til máls tóku: Jónas, Hjálmar, Óli, Örlygur, Kristján, Soffía, Sif, Kjartan, Olga og Friðrik.

Bæjarstjórn samþykkti eftirfarandi ályktun samhljóða.
Fyrir skömmu var greint frá fyrirætlun ráðherra menntamála að sameina þrjá framhaldsskóla á Norðurlandi, Framhaldsskólann á Húsavík og menntaskólana á Akureyri og Tröllaskaga. Framhaldsskólinn á Húsavík er þegar í samstarfi við aðrar skólastofnanir og ekkert er því til fyrirstöðu að slíkt samstarf verði aukið frekar, án þess að komi til einhliða ákvörðunar um sameiningu. Ekkert samráð hefur verið haft við heimamenn um málið heldur lekur það í fjölmiðla. Það er reynsla ýmissa byggðalaga að þegar stofnanir eru sameinaðar öðrum er það undanfari þess að þær leggjast af. Það þarf ekki að tíunda um þá grafalvarlegu stöðu sem slíkt hefur í byggðalegu tilliti, veikingu innviða og lakari búsetugæði í héraði.
Bæjarstjórn Norðurþings krefst þess að menntamálaráðherra falli frá áformunum um fyrirhugaða sameiningu enda hafi engin rök verið færð fyrir henni.