Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

48. fundur 19. maí 2015 kl. 16:15 - 20:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurðsson Forseti
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varamaður
Starfsmenn
  • test
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Ársreikningur samstæðu Norðurþings vegna ársins 2014

Málsnúmer 201504025Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur ársreikningur Norðurþings til síðari umræðu og endurskoðunurskýrsla.
Til máls tóku: Kristján þór, Soffía, Hjálmar Bogi, Óli, Kjartan, Jónas og Friðrik.

Jónas lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihlutans:
Í fyrri umræðu um ársreikning Norðurþings á bæjarstjórnarfundi þann 21. apríl kallaði minnihlutinn eftir skýringum á frávikum frá áætlanagerð vegna ársins 2014. Handbært fé hefur lækkað um 111 milljónir frá áætlun, laun hækkað um 126 milljónir fyrir utan hækkun lífeyrisskuldbindinga, fjárfestingar fóru fram úr áætlun um 121 milljón og hvorki árseikningar hafnasjóðs né sorpsamlagsins liggja fyrir. Að þessu sögðu munu fulltrúar minnihlutans sitja hjá við afgreiðslu á ársreikningi 2014.
Jónas Einarsson, Soffía Helgadóttir, Kjartan Páll Þórarinsson og Hjálmar Bogi Hafliðason

Óli, Sif og Friðrik lögðu fram eftirfarandi bókun:
Núverandi meirihluti sveitarstjórnar var myndaður um mitt síðastliðið ár og kom ekki að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 og ber heldur ekki ábyrgð á starfsemi sveitarfélagsins eða rekstri fram að því. Ljóst er að áætlanagerð Norðurþings þarfnast endurskoðunar við og ennfremur blasir við að taka þarf á viðvarandi rekstrarvanda sveitarfélagsins.

Ársreikningur er samþykktur með atkvæðum Friðrkis, Sifjar, Óla, Olgu og Örlygs.
Jónas, Soffía, Kjartan og Hjálmar sátu hjá.

2.Aflið á Akureyri, ályktun til félagsmálaráðherra

Málsnúmer 201505062Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur ályktun sem Aflið - samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi hefur sent félagsmálaráðherra um að tryggja samtökunum nægjanlegt fjármagn til að það geti starfað áfram.
Til máls tóku Sif, Kjartan, Jónas

Samþykkt samhljóða að sveitarstjórn taki undir ályktunina

3.Framhaldsskólinn á Húsavík og áform menntamálaráðherra um hann.

Málsnúmer 201505065Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur ósk frá bæjarfulltrúunum Gunnlaugi Stefánssyni, Jónasi Einarssyni, Soffíu Helgadóttur og Kjartani Þórarinnsyni að ræða málefni Framhaldsskólans á Húsavík og áform Menntamálaráðherra um skólann og mikilvægi skólans í okkar samfélagi.









Til máls tóku: Jónas, Hjálmar, Óli, Örlygur, Kristján, Soffía, Sif, Kjartan, Olga og Friðrik.

Bæjarstjórn samþykkti eftirfarandi ályktun samhljóða.
Fyrir skömmu var greint frá fyrirætlun ráðherra menntamála að sameina þrjá framhaldsskóla á Norðurlandi, Framhaldsskólann á Húsavík og menntaskólana á Akureyri og Tröllaskaga. Framhaldsskólinn á Húsavík er þegar í samstarfi við aðrar skólastofnanir og ekkert er því til fyrirstöðu að slíkt samstarf verði aukið frekar, án þess að komi til einhliða ákvörðunar um sameiningu. Ekkert samráð hefur verið haft við heimamenn um málið heldur lekur það í fjölmiðla. Það er reynsla ýmissa byggðalaga að þegar stofnanir eru sameinaðar öðrum er það undanfari þess að þær leggjast af. Það þarf ekki að tíunda um þá grafalvarlegu stöðu sem slíkt hefur í byggðalegu tilliti, veikingu innviða og lakari búsetugæði í héraði.
Bæjarstjórn Norðurþings krefst þess að menntamálaráðherra falli frá áformunum um fyrirhugaða sameiningu enda hafi engin rök verið færð fyrir henni.

4.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 201504047Vakta málsnúmer

Til máls tóku; Kristján, Sif, Óli, Soffía, Hjálmar, Örlygur

Lagt fram til kynningar

5.Bæjarráð Norðurþings - 138

Málsnúmer 1504012Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 138. fundar bæjarráðs
Til máls tóku undir 14. lið fundargerðar: Hjálmar, Friðrik og Óli
Til máls tóku undir 10. lið fundargerðar: Soffía og Óli

Fundargerð 138. fundar bæjarráðs lögð fram

6.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 128

Málsnúmer 1505002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 128. fundar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings
Til máls tóku undir 8. lið fundargerðarinnar: Jónas, Friðrik, Sif, Hjálmar og Soffía
Til máls tók undir 7. lið fundargerðarinnar: Jónas

Fundargerð 128. fundar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings lögð fram

7.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 41

Málsnúmer 1504011Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 41. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings
Fundargerð 41. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings lögð fram

8.Bæjarráð Norðurþings - 139

Málsnúmer 1505001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 139. fundar bæjarráðs
Til máls tóku undir 2. lið fundargerðarinnar: Hjálmar, Óli
Til máls tóku undir 1. lið fundargerðarinnar: Kjartan, Friðrik, Óli


Hjálmar óskar bókað í anda forseta undir öðrum lið: Báknið burt

Fundargerð 139. fundar bæjarráðs lögð fram

9.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 57

Málsnúmer 1505004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 57. fundar framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings
Til máls tóku undir 3. lið fundargerðarinnar: Hjálmar, Kjartan, Olga, Óli, Soffía og Jónas
Til máls tók undir 12. lið fundargerðarinnar: Hjálmar


Fundargerð 57. fundar framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings lögð fram

10.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 49

Málsnúmer 1505003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 49. fundar fræðslu- og menningarnefndar Norðurþings
Fundargerð 49. fundar fræðslu- og menningarnefndar Norðurþings lögð fram

11.Málefni Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Málsnúmer 201503097Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarsjórn liggur tillaga frá stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. um lækkun á hlutafé Orkuveitu Húsavíkur ohf., breytingar á samþykktum félagsins og um að Deloitte ehf sjái um tilkynningar og framkvæmd lækkunar hlutafjár.
Til máls tók undir 1. tillögu: Jónas, Gunnlaugur, Hjálmar, Friðrik
Bæjarstjórn samþykkir 1. tillöguna samhljóða
Bæjarstjórn samþykkir 2. tillöguna samhljóða
Bæjarstjórn samþykkir 3. tillöguna samhljóða

12.Breyting á fulltrúa Norðurþings í Héraðsnefnd Þingeyinga

Málsnúmer 201505073Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur tillaga um að Kjartan Páll Þórarinsson verði fulltrúi Norðurþings í Héraðsnefnd Þingeyinga í stað Jónasar Hreiðars Einarssonar
Tillagan var samþykkt

Fundi slitið - kl. 20:00.