Fara í efni

Málefni Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Málsnúmer 201503097

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 135. fundur - 26.03.2015

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Óla og Friðrik til Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Óli og Friðrik leggja fram eftirfarandi minnisblað til Orkuveitu Húsavíkur ohf.

1. Erlent lán OH
Fyrir liggur að Orkuveita Húsavíkur skuldar háa fjárhæð í erlendu láni. Kúlulán með lágum vöxtum, að mestu í Evrum. Kostir og gallar þessa fyrirkomulags eru þekktir, bæði áhætta og ávinningur. Nú undanfarið hafa komið fram nýjar aðstæður í ytra umhverfi. Þessar helstar:
Gengi Evru hefur lækkað hratt og hefur ekki verið lægra um árabil (147,5 kr. þann 11/3)
Allt bendir til þess að gengishöftum verði aflétt í áföngum á næstunni. Óvissa ríkir um hagræn áhrif þessa bæði til skemmri og lengri tíma, m.a. á gengi.

Í ljósi þessa er því vinsamlegast beint til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur að nú þegar verði gripið til eftirfarandi aðgerða:
Leitað ráðgjafar utanaðkomandi aðila (viðskiptabanka eða verðbréfaráðgjafa) um valkosti OH til að draga úr áhættu (skuldbreyting, gjaldeyriskaup og/eða aðrar leiðir)
lagðir verði fram valkostirnir fyrir stjórn OH ásamt mati ráðgjafans sem fyrst og þeir einnig kynntir eiganda OH haft verið samráð við eiganda um aðgerðir (m.t.t. ofangreindra valkosta)

2. Skrifstofa/afgreiðsla OH

Við teljum mikilvægt að auka samstarf OH við aðra starfsemi Norðurþings, bæði faglega vinnu, fjárhagslegan rekstur og hagnýta þætti.
Skoðaðir verði möguleikar á samnýtingu starfskrafta OH og annarrar starfsemi Norðurþings við framkvæmdastjórn, skrifstofurekstur og faglega vinnu.
Hafinn verði undirbúningur þess að flytja afgreiðslu og skrifstofu OH frá núverandi húsnæði við Vallholtsveg inn í stjórnsýsluhús Norðurþings við Ketilsbraut.
Núverandi skrifstofuhúsnæði verði ekki selt nema í samráði við Norðurþing vegna skipulagsmála sem kunna að tengjast lóðinni.



3. Hitaveita í Kelduhverfi

Reglulega hafa íbúar og rekstraraðilar samband við sveitarfélagið vegna mögulegs stuðnings sveitarfélagsins við uppbyggingu á hitaveitu í Kelduhverfi.
Óskað er eftir því að stjórn OH útbúi minnisblað um stöðu mála á hitaveitu í Kelduhverfi ásamt tillögum að úrlausnum og eða næstu skrefum.

4. Ljósleiðaravæðing í dreifbýli í Norðurþingi

Ljóst er að löngu tímabært er orðið að ljósleiðaravæða dreifbýlið í Norðurþingi. Nýverið sátu fulltrúar Norðurþings og OH fund með fulltrúum Ískrafts, Radíóvers og Austufirskra verktaka sem hafa séð um ljósleiðaravæðingu í nokkrum sveitum landsins. Fulltrúar Norðurþings eru áhugasamir um að verkefnið verði skoðað frekar. Fram kom í umræðum á fundinum að OH væri nú þegar rekstraraðili á ljósleiðara og þyrfti væntanlega að stofna sérstakt félag um þann rekstur hvort sem af þessu verkefni yrði eða ekki.
Vísað er til minnisblaðs sem Pétur Vopni Sigurðsson (PVS) starfsmaður Orkuveitu Húsavíkur vann vegna fundarins.
Í ljósi þessa er því vinsamlegast beint til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur að starfsmönnum OH verði falið að undirbúa verkefnið:
Stofnað verði sérstakt félag OH um rekstur ljósleiðara í Norðurþingi
Undirbúnir verði samningar við landeigendur í Reykjahverfi
Kannaður verði vilji íbúa og fyrirtækja í Reykjahverfi með þáttöku
Fullbúin kostnaðaráætlun verði útbúin fyrir verkefnið
Staðfest verði að ríkisvaldið sé tilbúið að leggja fram fjármuni til verkefnissins (alþjónustusjóður/fjarskiptasjóður)
Unnin verði áfram frekari drög í samstarfi við ofangreinda aðila að ljósleiðaravæðingu á austursvæði Norðurþings.
Beðið verði með endanlega ákvörðun um verkefnið þar til fyrir liggur á vorþingi með frekari aðkomu ríkisvaldsins að ljósleiðaravæðingu á landsbyggðinni.

Bæjarstjóra falið að koma erindi á framfæri. Soffía situr hjá við afgreiðslu erindisins.

Bæjarstjórn Norðurþings - 48. fundur - 19.05.2015

Fyrir bæjarsjórn liggur tillaga frá stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. um lækkun á hlutafé Orkuveitu Húsavíkur ohf., breytingar á samþykktum félagsins og um að Deloitte ehf sjái um tilkynningar og framkvæmd lækkunar hlutafjár.
Til máls tók undir 1. tillögu: Jónas, Gunnlaugur, Hjálmar, Friðrik
Bæjarstjórn samþykkir 1. tillöguna samhljóða
Bæjarstjórn samþykkir 2. tillöguna samhljóða
Bæjarstjórn samþykkir 3. tillöguna samhljóða