Fara í efni

Lokun starfsemi Samherja/Reykfisks á Húsavík

Málsnúmer 201702013

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 204. fundur - 03.02.2017

Fram hefur komið tilkynning frá Samherja um lokun starfsstöðvar Reykfisks á Húsavík þann 1. maí 2017. Um er að ræða um 20 starfsmanna vinnustað. Skýringar sem fram hafa komið eru tollamál, markaðsmál, gengi krónu o.fl.
Óli Halldórsson leggur fram eftirfarandi bókun:

"Byggðarráð Norðurþings harmar þá niðurstöðu Samherja að hætta eigi starfsemi fyrirtækisins Reykfisks á Húsavík. Um er að ræða mikilvægan vinnustað á Húsavík sem skapað hefur störf fyrir um 20-30 starfsmenn á liðnum árum. Fiskvinnsla hefur verið á undanhaldi á Húsavík undanfarin ár þrátt fyrir góðar svæðisbundnar aðstæður og innviði til þeirrar starfsemi. Þetta er slæm þróun og dregur úr þeirri fjölbreytni sem nauðsynleg er í atvinnulífi svæðisins."

Byggðarráð samþykkir samhljóða ofangreinda bókun.