Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

204. fundur 03. febrúar 2017 kl. 12:15 - 13:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Sala Hótels Norðurljósa

Málsnúmer 201701038Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið Norðurþing fékk nýverið ráðgjafafyrirtækið Kontakt til að annast söluferli Hótels Norðurljósa á Raufarhöfn. Fasteignin er á fallegum stað við höfnina alls um 1.450 fermetrar á 3 hæðum. Hótelið er með 15 hótelherbergjum með baði, ásamt veitingasal, eldhúsi og íbúð. Neðsta hæð hússins er óinnréttuð.

Fyrir byggðarráði liggja tvö tilboð í eignina.
Tvö tilboð bárust i eignina. Byggðarráð samþykkir að taka hærra tilboðinu sem er frá Einari Sigurðssyni, Þóru Soffíu Gylfadóttur og Hólmsteini Helgasyni ehf og hljóðar tilboðið upp á kr. 20.000.000.

2.Lokun starfsemi Samherja/Reykfisks á Húsavík

Málsnúmer 201702013Vakta málsnúmer

Fram hefur komið tilkynning frá Samherja um lokun starfsstöðvar Reykfisks á Húsavík þann 1. maí 2017. Um er að ræða um 20 starfsmanna vinnustað. Skýringar sem fram hafa komið eru tollamál, markaðsmál, gengi krónu o.fl.
Óli Halldórsson leggur fram eftirfarandi bókun:

"Byggðarráð Norðurþings harmar þá niðurstöðu Samherja að hætta eigi starfsemi fyrirtækisins Reykfisks á Húsavík. Um er að ræða mikilvægan vinnustað á Húsavík sem skapað hefur störf fyrir um 20-30 starfsmenn á liðnum árum. Fiskvinnsla hefur verið á undanhaldi á Húsavík undanfarin ár þrátt fyrir góðar svæðisbundnar aðstæður og innviði til þeirrar starfsemi. Þetta er slæm þróun og dregur úr þeirri fjölbreytni sem nauðsynleg er í atvinnulífi svæðisins."

Byggðarráð samþykkir samhljóða ofangreinda bókun.

3.Dettifossvegur - Brýn nauðsyn

Málsnúmer 201612032Vakta málsnúmer

Fjárlög 2017 liggja fyrir og voru afgreidd í desemberlok. Ný lög um fjársýslu ríkisins hafa breytt framsetningu fjárheimilda til einstakra verkefna/framkvæmda. Upplýsingar hafa komið fram á undanförnum vikum um að fjárlaganefndarfólk hafi litið svo á að inni í safnfjárveitingu til samgöngumála á fjárlögum 2017 hafi verið gert ráð fyrir framkvæmdum við lok Dettifossvegar. Frágangur þessa og formleg ákvörðun um fjárveitingar til einstakra verkefna liggur í ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála.
Óli Halldórsson leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:

"Byggðarráð Norðurþings fer þess á leit við ráðherra samgöngumála að framkvæmdum við lok Dettifossvegar verði þegar í stað komið í útboð hjá Vegagerðinni. Fjárlög 2017 liggja fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að koma verkefninu af stað. Sveitarstjóra er falið að koma þessu á framfæri við Jón Gunnarsson ráðherra og Valgerði Gunnarsdóttur formann umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis."

Byggðarráð samþykkir samhljóða ofangreinda bókun.

4.Samstarfssamningur um rekstur Húsavíkurvallar

Málsnúmer 201702014Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samstarfssamningi á milli Norðurþings og ISAVIA um rekstur Húsavíkurflugvallar.
Sveitarstjóri fór yfir drög sem liggja fyrir að samstarfssamningi á milli Norðurþings og ISAVIA. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að samningnum í samræmi við umræður á fundinum.

5.Starfsmannamál í stjórnsýsluhúsi

Málsnúmer 201509020Vakta málsnúmer

Ekki hefur tekist að ráða nýjan fjármálastjóra sveitarfélagsins og einhlítt er að ráðningarferli nýs einstaklings í starfið taki minnst fjóra mánuði.
Í ljósi þeirrar staðreyndar leggur sveitarstjóri til við byggðarráð að samið verði við Róbert Ragnarsson fv. bæjarstjóra, um tímabundin ráðgjafarstörf og verkefnavinnu á sviði fjármála- og stjórnsýslu sveitarfélagins.
Sveitarstjóri kynnti byggðarráði um ákvörðun sína um að kaupa tímabundna ráðgjafarþjónustu af Róberti Ragnarssyni.

6.Beðni um viðbótarstyrk vegna Þorrablóts 2017 á Húsavík

Málsnúmer 201702004Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni um viðbótarstyrk frá Kvenfélagi Húsavíkur vegna aukins kostnaðar við öryggisgæslu á blótinu. Þorrablótið á Húsavík er einn stærsti félagslegi viðburðurinn og um leið eitt stærsta fjáröflunarverkefni Kvenfélagsins til góðra málefna í Norðurþingi. Sótt er um styrk sem nemur þessum aukareikningi frá Slökkviliði Norðurþings en sú upphæð er kr. 130.000.
Byggðarráð hafnaði erindinu með atkvæðum Olgu og Gunnlaugs. Óli sat hjá.

7.Jafnréttis-og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018

Málsnúmer 201607309Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 9. fundi félagsmálanefndar. Þar segir eftirfarandi:

"Félagsmálanefnd ákveður að verja febrúarfundi í vinnu við jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018 og felur félagsmálastjóra að senda erindi til annarra nefnda Norðurþings til að árétta hlutverk þeirra í samþykktri jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings."
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:55.