Fara í efni

Jafnréttis-og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018

Málsnúmer 201607309

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 5. fundur - 04.08.2016

Samkvæmt jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018 skal gera könnun á hlutfalli kynja í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings, í júlí 2016 og koma ábendingum um úrbætur til sveitarstjórnar.
Heildarmyndin er góð og vonast nefndin til að markvisst verði dregið úr kynjahalla í nefndum sveitarfélagsins í samræmi við ákvæði um skipan í nefndir, stjórnir og ráð í jafnréttisstefnu sveitarfélagsins.

Félagsmálanefnd - 9. fundur - 19.01.2017

Borist hefur boð á kynningarfund frá Jafnréttissjóði Íslands sem haldinn verður 20. janúar n.k. Jafnréttissjóður Íslands styrkir verkefni sem auka jafnrétti kynjanna, markmið hans er að styrkja verkefni á sviði jafnréttismála en sjóðurinn hefur yfir að ráða 100 milljónum í árlega styrki á árunum 2016-2020. Lagt fram til umræðu. Ekki er boðið upp á að hlusta á fundinn í fjarfundarbúnaði en fundargerð verður send til okkar eftir fundinn.
Félagsmálanefnd ákveður að verja febrúarfundi í vinnu við jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018 og felur félagsmálastjóra að senda erindi til annarra nefnda Norðurþings til að árétta hlutverk þeirra í samþykktri jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings.

Byggðarráð Norðurþings - 204. fundur - 03.02.2017

Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 9. fundi félagsmálanefndar. Þar segir eftirfarandi:

"Félagsmálanefnd ákveður að verja febrúarfundi í vinnu við jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018 og felur félagsmálastjóra að senda erindi til annarra nefnda Norðurþings til að árétta hlutverk þeirra í samþykktri jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings."
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálanefnd - 10. fundur - 07.02.2017

Á 9. fundi félagsmálanefndar var ákveðið að verja febrúar fundi nefndarinnar við vinnu við jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018.
Nefndin fór yfir hvern lið í jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018. Ákveðið var að kalla eftir upplýsingum frá ábyrgðaraðilum sem eru skilgreindir inni í áætluninni og fá þá inn á fund til að gera grein fyrir stöðu verkefna sem þeim hafa verið falin. Nefndin leggur ríka áherslu á að gerð verði úttekt á launum og starfskjörum starfsmanna Norðurþings með tilliti til kynbundins launamunar. Nefndin kallar því sveitarstjóra og starfsmannastjóra inn á næsta fund nefndarinnar til að ræða framkvæmd úttektarinnar.

Fræðslunefnd - 11. fundur - 08.02.2017

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar jafnréttis og framkvæmdaáætlun Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálanefnd - 11. fundur - 07.03.2017

Á síðasta fundi nefndarinnar var farið yfir hvern lið í jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018. Ákveðið var að kalla eftir upplýsingum um stöðu verkefna frá ábyrgðaraðilum sem skilgreindir eru inni í áætluninni.
Nefndin hefur fengið upplýsingar frá tómstunda-og æskulýðsfulltrúa, hafnanefnd og skrifstofustjóra. Sveitarstjóri og skrifstofustjóri komu inn á fund og gerðu grein fyrir þeim spurningum sem nefndin sendi til þeirra eftir seinasta fund. Á næsta fundi félagsmálanefndar munu þau leggja fram drög að áætlun varðandi greiningu á launum og starfskjörum ásamt greiningu á endurmenntun/símenntun og starfsþjálfun starfsmanna Norðurþings.

Félagsmálanefnd - 12. fundur - 04.04.2017

Fyrir fundinum liggja upplýsingar frá eftirfarandi ábyrgðaraðilum sem eru skilgreindir í Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018, framkvæmdasviði, félagsþjónustunni og menningarsviði.
Nefndin þakkar fyrir þær upplýsingar sem henni hefur borist og ítrekar við fræðslufulltrúa og skipulags-og byggingarfulltrúa að skila inn umbeðnum upplýsingum. Félagsmálastjóra er falið að fylgja málinu eftir.

Félagsmálanefnd - 14. fundur - 22.08.2017

Nefndinni hafa borist þau gögn sem upp á vantaði. Lagt er til að félagsmálastjóra verði falið að ganga frá tillögu að Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta fund, sem verði í framhaldinu send Jafnréttisstofu.
Nefndinni hafa borist þau gögn sem upp á vantaði.

Nefndin felur félagsmálastjóra að ganga frá tillögu að Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta fund.