Félagsmálanefnd

10. fundur 07. febrúar 2017 kl. 15:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Anna Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Hróðný Lund aðalmaður
  • Dögg Káradóttir félagsmálafulltrúi
  • Díana Jónsdóttir Ritari
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Díana Jónsdóttir Ritari
Dagskrá

1.Jafnréttis-og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018

201607309

Á 9. fundi félagsmálanefndar var ákveðið að verja febrúar fundi nefndarinnar við vinnu við jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018.
Nefndin fór yfir hvern lið í jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018. Ákveðið var að kalla eftir upplýsingum frá ábyrgðaraðilum sem eru skilgreindir inni í áætluninni og fá þá inn á fund til að gera grein fyrir stöðu verkefna sem þeim hafa verið falin. Nefndin leggur ríka áherslu á að gerð verði úttekt á launum og starfskjörum starfsmanna Norðurþings með tilliti til kynbundins launamunar. Nefndin kallar því sveitarstjóra og starfsmannastjóra inn á næsta fund nefndarinnar til að ræða framkvæmd úttektarinnar.

Fundi slitið - kl. 17:00.