Félagsmálanefnd
Dagskrá
1.Jafnlaunakönnun fyrir Norðurþing
201703088
Fyrir fundi nefndarinnar liggur tilboð frá Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri til jafnlaunaúttektar fyrir Norðurþing.
Félagsmálanefnd samþykkir fyrirliggjandi tilboð frá RHA um að láta gera greiningu á launum starfsmanna Norðurþings ásamt mati á því hvort til staðar sé kynbundinn launamunur.
2.Jafnréttis-og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018
201607309
Fyrir fundinum liggja upplýsingar frá eftirfarandi ábyrgðaraðilum sem eru skilgreindir í Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018, framkvæmdasviði, félagsþjónustunni og menningarsviði.
Nefndin þakkar fyrir þær upplýsingar sem henni hefur borist og ítrekar við fræðslufulltrúa og skipulags-og byggingarfulltrúa að skila inn umbeðnum upplýsingum. Félagsmálastjóra er falið að fylgja málinu eftir.
3.Áfanga- og þjálfunarheimilið Sólbrekka
201703167
Fyrir nefndinni liggur fyrirspurn frá Fljótsdalshéraði varðandi það hvort einstaklingar frá öðrum sveitarfélögum en Norðurþingi, geti sótt um búsetu á áfanga- og þjálfunarheimilinu Sólbrekku.
Eins og staðan er í dag er ekki rými fyrir fleiri einstaklinga í Sólbrekku og því er ekki hægt að verða við erindinu. Verið er að vinna í framtíðarsýn búsetumála fatlaðra einstaklinga hjá sveitarfélaginu.
4.Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra hjá Norðurþingi
201703168
Fyrir nefndinni liggja endurskoðaðar reglur frá mars 2014 um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra hjá Norðurþingi.
Nefndin samþykkir endurskoðaðar reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra hjá Norðurþingi.
5.Skýrsla félagsmálastjóra
201703169
Félagsmálastjóri kynnir málefni félagsþjónustunnar.
Félagsmálastjóri fer yfir verkefni félagsþjónustunnar það sem af er ári 2017.
Fundi slitið - kl. 16:30.