Fara í efni

OH Ársreikningur 2016

Málsnúmer 201705003

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 165. fundur - 02.05.2017

Ragnar J.Jónsson endurskoðandi Deloitte ehf. fór yfir ársreikn Orkuveitu Húsavíkur ohf. fyrir árið 2016. Áritun endurskoðanda er fyrirvaralaus. Rekstrarreikningur: Rekstrartekjur Orkuveitu Húsavíkur vegna ársins 2016 námu 350,8 m.kr. Rekstrarhagnaður var 100,3 m.kr. en afskriftir námu 96,7 m.kr. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 143,4 m.kr. Hagnaður ársins eftir skatta nam 205,7 m.kr. Efnahagur: Í árslok 2016 voru eignir félagsins bókfærðar á 2.607,6 m.kr. og var eiginfjárhlutfall 70% Sjóðstreymi: Handbært fé frá rekstri var 191,6 m.kr. Fjárfestingarhreyfingar voru neikvæðar um 983,5 m.kr. Lækkun á handbæru fé var 899,5 m.kr. og var handbært fé í árslok 131,5 m.kr.
Ársreikningur var borinn upp og samþykktur.