Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
1.OH Skýrsla stjórnar vegna rekstarársins 2016
201705002
Stjórnarformaður Orkuveitu Húsavíkur ohf. Erna Björnsdóttir setti fundinn og tilnefndi starfsmenn fundar. Berglind Jóna Þorláksdóttir ritar fundinn og Ingibjörg Árnadóttir stjórnar fundi. Ingibjörg tók til máls og fór yfir dagskrá fundar. Erna flutti stutt ávarp í upphafi fundar. Gunnar Hrafn Gunnarsson fór síðan yfir helstu verkefni Orkuveitu Húsavíkur ohf. á liðnu ári. Erna Björnsdóttir fer með umboð Norðurþings á aðalfundi Orkuveitu Húsavíkur ohf.
2.OH Ársreikningur 2016
201705003
Ragnar J.Jónsson endurskoðandi Deloitte ehf. fór yfir ársreikn Orkuveitu Húsavíkur ohf. fyrir árið 2016. Áritun endurskoðanda er fyrirvaralaus. Rekstrarreikningur: Rekstrartekjur Orkuveitu Húsavíkur vegna ársins 2016 námu 350,8 m.kr. Rekstrarhagnaður var 100,3 m.kr. en afskriftir námu 96,7 m.kr. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 143,4 m.kr. Hagnaður ársins eftir skatta nam 205,7 m.kr. Efnahagur: Í árslok 2016 voru eignir félagsins bókfærðar á 2.607,6 m.kr. og var eiginfjárhlutfall 70% Sjóðstreymi: Handbært fé frá rekstri var 191,6 m.kr. Fjárfestingarhreyfingar voru neikvæðar um 983,5 m.kr. Lækkun á handbæru fé var 899,5 m.kr. og var handbært fé í árslok 131,5 m.kr.
Ársreikningur var borinn upp og samþykktur.
3.OH Ráðstöfun hagnaðar vegna ársins 2016
201705004
Stjórn félagsing leggur til að greiddur verði arður kr. 100.000.000.- til eigenda.
Tillaga var borin upp og samþykkt.
4.OH Kjör stjórnar
201705005
Ingibjörg Árnadóttir lagði fram tillögu að stjórn og varamönnum stjórnar.
Aðalmenn: Erna Björnsdóttir, Guðmundur Halldórsson og Jónas Einarsson.
Varamenn: Sigurgeir Höskuldsson, Soffía Helgadóttir og Óli Halldórsson.
Aðalmenn: Erna Björnsdóttir, Guðmundur Halldórsson og Jónas Einarsson.
Varamenn: Sigurgeir Höskuldsson, Soffía Helgadóttir og Óli Halldórsson.
Tillagan var borin upp og samþykkt
5.OH Kjör endurskoðanda
201705006
Aðalfundur leggur til að endurskoðandi félagsins verði Deloitte.
Tillaga var borin upp og samþykkt.
6.OH Laun stjórnar
201705007
Ingibjörg Árnadóttir lagði fram tillögu um að laun stjórnar verði áfram til samræmis við nefndarlaun Norðurþings.
Tillaga var borin upp og samþykkt.
7.OH Önnur mál
201705008
Kristján Þór Magnússon tók til máls um málefni Orkuveitu Húsavíkur.
Fundi slitið - kl. 14:30.