Fara í efni

Álagning farþegagjalda á höfnum Norðurþings árið 2018

Málsnúmer 201707052

Vakta málsnúmer

Hafnanefnd - 16. fundur - 12.07.2017

Hafnarstjóri fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir næstu ára til uppbyggingar á miðhafnarsvæði í tengslum við móttöku ferðamanna á hafnarsvæðið á Húsavík. Fyrir hafnanefnd liggur fyrir að ákveða farþegagjaldaálagningu næsta árs í tengslum við þær áætlanir sem sveitarfélagið hefur varðandi þjónustu við greinina.
Hafnastjóra og Rekstrarstjóra hafna falið að kostnaðargreina þau verkefni sem liggja fyrir til uppbyggingar á innviðum hafnarinnar vegna komu ferðamanna og leggja fyrir nefndina að nýju í ágúst.
Því samhliða, gera tillögu að álagningu farþegagjalda fyrir árið 2018.