Fara í efni

Hafnanefnd

16. fundur 12. júlí 2017 kl. 15:00 - 17:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Sigurgeir Höskuldsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Þórir Örn Gunnarsson
  • Kristján Þór Magnússon hafnarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson
Dagskrá
Hjalmar Bogi sat fundinn um fjarfundarbúnað

1.Aðstöðusköpun hafnarstarfsmanna á Norðurfyllingu

Málsnúmer 201707054Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að starfsemi Húsavíkurhafna og yfirstjórnar flytjist í nýtt hús á Norðurfyllngu og deili aðstöðu með slökkviliðinu. Hönnun byggingar er á loka stigum og má vænta þess að hafist verði handa við byggingu hússins seinna á árinu.
Teikningar af fyrirhugaðri aðstöðu hafnar lagðar fram til kynningar.

2.Álagning farþegagjalda á höfnum Norðurþings árið 2018

Málsnúmer 201707052Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir næstu ára til uppbyggingar á miðhafnarsvæði í tengslum við móttöku ferðamanna á hafnarsvæðið á Húsavík. Fyrir hafnanefnd liggur fyrir að ákveða farþegagjaldaálagningu næsta árs í tengslum við þær áætlanir sem sveitarfélagið hefur varðandi þjónustu við greinina.
Hafnastjóra og Rekstrarstjóra hafna falið að kostnaðargreina þau verkefni sem liggja fyrir til uppbyggingar á innviðum hafnarinnar vegna komu ferðamanna og leggja fyrir nefndina að nýju í ágúst.
Því samhliða, gera tillögu að álagningu farþegagjalda fyrir árið 2018.

3.Starfsmannamál á höfnum Norðurþings

Málsnúmer 201707053Vakta málsnúmer

Mikill vöxtur hefur orðið á starfsemi hafnarinar á Húsavík og þá sérstaklega vegna mikillar fjölgunar á stærri skipum til hafnarinnar. Ljóst er að með tilkomu PCC á Bakka og þeim skipaflutningum sem eru að raungerast vegna þeirra starfsemi þarf að fjölga starfsmönnum við höfnina.
Hafnanefnd samþykkir að fjölga stöðugildum um tvö störf við höfnina á Húsavik og felur rekstrarstjóra að ráða í störfin.

4.Svar við bréfi hafnar- og sveitarstjóra frá 23. janúar 2017 um starfslok mín hjá sveitarfélaginu

Málsnúmer 201706213Vakta málsnúmer

Hafnanefnd hefur borist bréf frá fyrrverandi starfsmanni hafna Norðurþings vegna starfsloka hans hjá sveitarfélaginu.
Sveitarstjóra falið í samráði við lögmann sveitarfélagsins að svara erindinu.

5.Fjögurra ára samgönguáætlun vegna hafna og sjóvarnarframkvæmda 2018-2021

Málsnúmer 201706127Vakta málsnúmer

Vegagerðin hefur sent inn ósk um verkefnalista yfir fyrirhuguð verkefni sem falla undir samgönguáætlun er varðar framkvæmdir við hafnir.
Rekstarstjóra hafna falið að forma gögn og óska eftir því við siglingasvið Vegagerðarinnar að fullt tillit verði tekið til þeirra brýnu verkefna sem liggja fyrir við uppbyggingu hafnarmannvirkja í Norðurþingi.

6.Umsókn um byggingarlóð.

Málsnúmer 201707056Vakta málsnúmer

Björgunarsveitin Garðar á Húsavík sækir um byggingarlóðina Norðurgarður 9 á Norðurfyllingu.
Byggingalóðir að Norðurgarði eru ekki tilbúnar til úthlutunar og verða auglýstar þegar þar að kemur.

Erindinu er því hafnað.

7.Umsagnarbeiðni - Niðurlagning Lundeyjarvita

Málsnúmer 201707050Vakta málsnúmer

Vegagerðin sendir til umsagnar fyrirætlun um að leggja niður Lundeyjarvita, alþ. nr. L4686 og afskrá úr Vitaskrá. Óskað er eftir að umsögn varðandi fyrirætlanir þessar verði sendar á Vegagerðina.
Hafnanefnd gerir ekki athugasemdir vegna fyrirætlana Vegagerðarinnar um að afskrá Lundeyjarvta úr vitaskrá.

8.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 395. 2017

Málsnúmer 201702006Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundargerð 395. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 28. apríl sl.

Lagt fram til kynningar.

9.Geymslusvæði- Bökufylling.

Málsnúmer 201704107Vakta málsnúmer

Útboð á Bökugarði- geymslusvæði.

Þrír aðilar buðu í verkið. Árni Helga ehf, Steinsteypir ehf og Ístrukkur ehf og Munck á Íslandi ehf.
Munck á Íslandi ehf var með lægsta tilboðið og buðu 99,8% af kostnaðaráætlun Hönnuðar.

Hafnanefnd samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda um verkið.

Fundi slitið - kl. 17:30.