Fara í efni

Endurbætur á verbúð

Málsnúmer 201709130

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 22. fundur - 25.10.2017

Fyrir liggur lauslegt kostnaðarmat á þeim framkvæmdum sem ráðast þarf í til þess að hægt verði að leigja húsnæði verbúða á Hafnarstétt undir þá matvælastarfsemi sem stefnt er að.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til umfangs þeirra endurbóta sem eignasjóður þarf að fjármagna á næstu vikum og mánuðum og þá hvers konar starfsemi húsnæðið verður leigt undir þegar eignin hefur verið færð undir eignasjóð.
Framkvæmdanefnd er reiðubúin til þess að standa að nauðsynlegum endurbótum á húsnæðinu sem miða að því að stöðva leka o.þ.h. svo það sé hæft til útleigu.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að ræða við umsækjendur um framkvæmdir og kostnað.