Fara í efni

Samstarfssamningur Norðurþings og Bakkisilicon um brunavarnir á Bakka

Málsnúmer 201709154

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 227. fundur - 28.09.2017

Til nokkurs tíma hafa fulltrúar sveitarfélagsins og fulltrúar PCC Bakkisilicon hf unnið að gerð samstarfssamnings um brunavarnir á Bakka með aðkomu Slökkviliðs Norðurþings. Nú liggja fyrir lokadrög að samstarfssamningi til umræðu í byggðarráði.
Byggðarráð fagnar því að samkomulag sé að nást milli sveitarfélagsins og PCC Bakkisilicon hf um brunavarnir á Bakka. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningnum á grunni fyrirliggjandi gagna.

Soffía Helgadóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Sveitarfélagið Norðurþing er íslenskt sveitarfélag því eiga þeir samningar sem gerðir eru við erlenda aðila að vera einnig á íslensku. Ítrekað hefur verið óskað eftir að samningar verði íslenskaðir og enn einu sinni er samningur lagður fyrir sveitarstjórn á ensku en ekki íslensku. Oftast eru flókin tæknileg orð og setningar, hvort sem er lögfræðileg eða sem snýr að flókinni tækni sem sveitarstjórnarfólk ber ábyrgð á fyrir hönd Norðurþings.
Því ítreka ég að enn einu sinni að tekið verði tillit til að íslenskan verði það tungumál sem notað verði í þeim samningum sem sveitarfélagið Norðurþing gerir."


Sveitarstjórn Norðurþings - 74. fundur - 31.10.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar samstarfssamningur Norðurþings og PCC Bakkisilicon um brunavarnir á lóð þeirra síðarnefndu á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Samningurinn gengur út á að uppbygging verði á slökkviliðinu á Húsavík og að liðið tryggi tilhlýðilega mönnun og tækjakost til að geta aðstoðað PCC Bakkilicon með bjargir á lóð félagsins ef upp koma neyðartilvik.
Til máls tóku: Kristján og Óli.

Samþykkt samhljóða.