Fara í efni

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi, Saltvík ehf.

Málsnúmer 201710024

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 21. fundur - 17.10.2017

Óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir "minna gistiheimili" til sölu gistingar í allt að 35 rúmum í Saltvík.
Óljóst er í umsókn í hvaða húsum ætlunin er að koma fyrir 35 gistiplássum. Ekki verður séð að 35 manns geti gist í "minna gistiheimili" skv. reglugerð nr. 1277/2016. Skipulags- og umhverfisnefnd fer því fram á ítarlegri upplýsingar frá umsækjanda um þá aðstöðu sem fyrirhugað er að leigja út áður en afstaða er tekin til erindisins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 1. fundur - 26.06.2018

Óskað er umsagnar um heimild til gistisölu í flokki III í gamla Saltvíkurbænum og nýjum gistiskála.
Skipulags- og framkvæmdaráð sér sér ekki fært að veita jákvæða umsögn um sölu gistingar í gamla Saltvíkurbænum þar sem ekki liggja fyrir fullnægjandi teikningar sem gera grein fyrir notkun hússins og eldvörnum þess.
Á hinn bóginn veitir ráðið jákvæða umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í nýlega innréttuðum gistiskála með sjö gistiherbergjum.

Hjálmar vék af fundi undir þessum lið.