Fara í efni

Gentle Giants leggur fram lóðartillögu vegna Hafnarstéttar 13/Flókahúss.

Málsnúmer 201711109

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 22. fundur - 21.11.2017

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti hugmyndir lóðarhafa að Hafnarstétt 13 að lóðarfrágangi. Lagðar eru fram grunnmyndir og útlitsmyndir.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að lóðarfrágangur nái 2 m norður fyrir húsvegg Flókahúss og 1 m austur fyrir stafn. Nefndin fellst hinsvegar ekki á frágang suður fyrir lóðarmörk eins og lagt er upp með við hönnun.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 23. fundur - 13.12.2017

Með tölvupósti dagsettum 1. desember s.l. óskar Stefán Guðmundsson, fyrir hönd Gentle Giants - Hvalaferða ehf, eftir endurskoðun ákvörðunar nefndarinnar frá síðasta fundi um frágang umhverfis Hafnarstéttar 13.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að með samþykki fyrir lóðarfrágangi að Hafnarstétt 13 eins og óskað var eftir verði brotið á hagsmunum eiganda Helguskúrs. Nefndin fellst því ekki á frágang lóðar Hafnarstéttar 13 fram fyrir Helguskúr. Nefndin staðfestir því fyrri afgreiðslu nefndarinnar og staðfestingu sveitarstjórnar 28. nóvember s.l.