Fara í efni

Umhverfisstofnun óskar umsagnar um olíubirgðastöð Skeljungs á Raufarhöfn.

Málsnúmer 201711113

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 23. fundur - 13.12.2017

Umhverfisstofnun óskar umsagnar Norðurþings um endurnýjun starfsleyfis fyrir olíubirgðastöð Skeljungs á Síldarverksmiðjulóð á Raufarhöfn. Ekki er verið að breyta neinum verulegum þáttum í starfseminni. Heildarrýmd stöðvarinnar verður 2.213 m3 og þar af eru 1.140 m3 í stærsta geymi undir skipadísilolíu. Ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu. Olíubirgðastöðin er á blönduðu athafna- og hafnasvæði A3/H2 skv. gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að umrædd olíubirgðastöð falli að ákvæðum aðalskipulags fyrir A3/H2. Fyrirhuguð notkun fyrirliggjandi mannvirkja er í samræmi við núverandi skráningu þeirra. Nefndin felur því skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.