Fara í efni

Veiðileyfi göngusilungs í sjó fyrir landi Húsavíkur 2018

Málsnúmer 201805252

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 1. fundur - 26.06.2018

Eftir útgáfu silungsveiðileyfa fyrir landi Húsavíkur vorið 2017, barst erindi frá veiðifélögum Laxár, Reykjadalsár og Mýrarkvíslar um beiðni um afturköllun útgefinna veiðileyfa. Í kjölfarið skapaðist umræða um umrædd veiðileyfi og hvort sveitarfélagið ætti yfir höfuð að að standa í útgáfu þeirra.

Árlega hafa verið gefin út 10 leyfi til silungsveiði í net fyrir landi Húsavíkur, en fjöldi útgefinna leyfa byggir á fjölda lögbýla í landi Húsavíkur fyir árið 1957 skv. lögum nr. 61 frá 14. júní 2006 um lax- og silungsveiði.
Verð pr. leyfi árið 2017 var kr 20.000, en um helmingur þeirrar upphæðar fékkst endurgreiddur við skil á veiðiskýrslu í lok tímabils.

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um hvort gefin verði út veiðileyfi til silungsveiði í sjó fyrir landi Húsavíkur árið 2018 og ef svo er, hvernig verðlagningu útgefinna leyfa skuli háttað.
Skipulags- og framkvæmdaráð ákveður að gefin verði út 10 leyfi göngusilungs í sjó fyrir landi Húsavíkur.

Gjald vegna veiðileyfis verði kr. 30.000 og við skil á veiðiskýrslu í lok tímabils fást kr 20.000 endurgreiddar.

Byggðarráð Norðurþings - 255. fundur - 28.06.2018

Í inngangi að málinu sem lá fyrir skipulags- og framkvæmdaráð kom fram að eftir útgáfu silungsveiðileyfa fyrir landi Húsavíkur vorið 2017, barst erindi frá veiðifélögum Laxár, Reykjadalsár og Mýrarkvíslar um beiðni um afturköllun útgefinna veiðileyfa. Í kjölfarið skapaðist umræða um umrædd veiðileyfi og hvort sveitarfélagið ætti yfir höfuð að standa í útgáfu þeirra.

Árlega hafa verið gefin út 10 leyfi til silungsveiði í net fyrir landi Húsavíkur, en fjöldi útgefinna leyfa byggir á fjölda lögbýla í landi Húsavíkur fyir árið 1957 skv. lögum nr. 61 frá 14. júní 2006 um lax- og silungsveiði.
Verð pr. leyfi árið 2017 var kr 20.000, en um helmingur þeirrar upphæðar fékkst endurgreiddur við skil á veiðiskýrslu í lok tímabils.

Skipulags- og framkvæmdaráð ákvað að gefin verði út 10 leyfi til veiða á göngusilungi í sjó fyrir landi Húsavíkur.

Gjald vegna veiðileyfis verði kr. 30.000 og við skil á veiðiskýrslu í lok tímabils fást kr 20.000 endurgreiddar. Ákvörðuninni er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.

Byggðarráð staðfestir afgreiðsluna.
Óli Halldórsson óskar bókað í kjölfar fyrirliggjandi ákvörðunar framkvæmda- og skipulagsráðs að hann telji að endurskoða þurfi netaveiðiheimildir nærri ósum Laxár fyrir árið 2019.