Fara í efni

Álit vegna íbúða við Útgarð 4-8

Málsnúmer 201806116

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 1. fundur - 26.06.2018

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur álit Hilmars Gunnlaugssonar hrl. er varðar framsal lóðarréttinda og lágmarksaldur íbúa fyrirhugaðs fjölbýlishúss við Útgarð 4-8 á Húsavík. Óskaði sveitarstjóri álits þessa í kjölfar fyrirspurnar um málið í byggðarráði frá því 25. maí sl., þ.e. hvernig túlka beri ákvæði lóðarleigusamnings og deiliskipulags m.a. um aldursskilyrði fyrir búsetu að Útgarði 4-8 á Húsavík. Samandregnar niðurstöður álitsins eru þær að heimilt sé að framselja þau réttindi sem nefnd eru Útgarður 6 og Útgarður 8, Húsavík, eins og þau eru í dag (bílakjallari og lóðarréttindi). Er framsal beinlínis heimilað í lóðarleigusamningi. Þá er það álit Hilmars að heimilt sé að miða lágmarksaldur við 55 ára í þeim íbúðum sem fyrirhugað er að byggja á lóðinni að Útgarði 4-8, Húsavík. Rétt þykir hinsvegar að benda á að tilefni kann að vera til að taka af öll tvímæli um lágmarskaldurinn í eignaskiptayfirlýsingu, þar sem lóðarleigusamningur talar um íbúðir aldraðra en framkvæmd hefur alla tíð verið með hætti sem notar annað viðmið um lög um málefni aldraðra.
Álit lagt fram.


Minnihluti óskar bókað;
Samfélagsgerðin er að breytast. Fólk lifir lengur og hlutfallslega mun öldruðum fjölga talsvert. Svæðið við Útgarð er skipulagt fyrir eldri borgara enda í námunda við miðbæ og hvers konar þjónustu, sér í lagi heilbrigðis- og stoðþjónustu. Stefnan er mörkuð í skipulaginu og fyrir því eru ákveðnar ástæður. Sveitarfélögin hafa skyldum að gegna gagnvart þessum aldurshópi, nú og til lengri tíma litið. Fulltrúar minnihlutans telja að fyrirhuguð áform fari nokkuð út fyrir þá stefnu sem samfélagið hefur sett sér.
Það væri því um stefnubreytingu að ræða að leyfa, sé það heimilt, framsal á lóð sem Leigufélag Hvamms hefur til umráða til þriðja aðila. Enda markmið áhugasamra aðila sem vilja byggja þar upp ekki í samræmi við stefnuna. Vert er að benda á aðrar lausnir enda fagnaðarefni að áhugasamir aðilar vilja byggja íbúðarhúsnæði, s.s. í Grundargarði eða á Skemmureit við Vallholtsveg.
Töluverðir misbrestir virðast vera í þeirri vinnu sem unnin hefur verið í málinu fram að þessu. Sem dæmi má nefna þegar að fulltrúar meirihlutans, á byggðráðsfundi 25. maí síðastliðinn bókuðu að Skipulags- og umhverfisnefnd hefði þegar farið yfir fyrirhuguð byggingaráform. Svo var ekki og því farið með rangt mál. Þessi fundur er að fjalla um málið nú mánuði síðar en þessi bókun var gerð.

Hjálmar Bogi Hafliðason
Heiðar Hrafn Halldórsson
Kristján Friðrik Sigurðsson