Fara í efni

Umsögn óskast um mögulegt leyfi til reksturs gistiþjónustu að Garðarsbraut 39

Málsnúmer 201806241

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 2. fundur - 03.07.2018

Huld Hafliðadóttir óskar umsagnar skipulags- og framkvæmdaráðs vegna mögulegrar nýtingar íbúðar á 2. hæð Garðarsbrautar 39 á Húsavík undir rekstur "rólegrar gistiþjónustu". Innan íbúðarinnar yrði boðið upp á iðkun hugleiðslu og jóga og í tengslum við þá starfsemi yrði boðið upp á gistiþjónustu í svefnherbergjum íbúðarinnar.

Garðarsbraut 39 stendur á íbúðarsvæði skv. gildu aðalskipulagi. Húsið var hinsvegar byggt undir verslun að hluta og hefur æ síðan að nokkru verið nýtt undir mismunandi þjónustustarfsemi. Ennfremur liggur húsið vel við umferðaræðum og umhverfis það eru næg bílastæði. Skipulags- og framkvæmdaráð mun því fyrir sitt leyti ekki gera athugasemdir við umræddan rekstur í íbúðinni, svo fremi að aðrir eigendur í húsinu samþykki starfsemina.