Fara í efni

Rekstraraðili Hnitbjargar óskar eftir kaupum á iðnaðaruppþvottavél í húsnæðið

Málsnúmer 201809046

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 9. fundur - 25.09.2018

Rekstraraðili félagsheimilisins Hnitbjargar, Raufarhöfn óskar eftir að keypt verði iðnaðaruppþvottavél í eldhúsið í húsnæðinu. Núverandi uppþvottavél er venjuleg heimilisvél og hefur verið dæmd ónýt. Kostnaður við kaup og tengingu á nýrri iðnaðaruppþvottavél verður kr. 350.000,-. Kvenfélagið Freyja vill styrkja félagsheimilið um kr. 100.000,- sem á að nýta í kaup á nýrri uppþvottavél.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.