Fara í efni

Umsókn um framlag úr stefnumótandi byggðaáætlun.

Málsnúmer 201809095

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 9. fundur - 25.09.2018

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga er að búa til umsókn um framlag úr stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024. Sjá nánari upplýsingar um framlagið á vef Byggðastofnunar. Um er að ræða 13 verkefni á svæðinu frá Kelduhverfi til og með Bakkafirði. Öll verkefnin lúta að innviða- eða áningarstaðauppbyggingu tengda ferðaþjónustu. Umsóknin er enn í vinnslu en fyrir fundinum liggur að taka ákvörðun um að viðhalda salernisaðstöðu við fuglaskýli á Melrakkasléttu ef að styrkur fæst til að setja hana upp.
Skipulags- og framkvæmdaráðs telur ekki fullnægjandi forsendur til að samþykkja erindið.