Fara í efni

Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskiveiðiársins 2018/2019

Málsnúmer 201810035

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 268. fundur - 17.10.2018

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er varðar auglýsingu umsókna um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2018.

Að fengnum umsóknum sveitarfélaga tekur ráðuneytið ákvörðun um hversu mikill byggðakvóti kemur í hlut einstakra byggðarlaga og tilkynnir bæjar-/sveitarstjórnum niðurstöðuna.

Ráðuneytið hefur gefið út reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveðiárinu 2018/2019, nr 648, 5. júlí 2018 og reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveðiárinu 2018/2019, nr 685, 5. júlí 2018 og eru bæjar- og sveitarstjórnarmenn kvattir til að kynna sér innihald þeirra.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda inn umsókn um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018-2019.