Fara í efni

Styrkbeiðni vegna malbiksframkvæmda

Málsnúmer 201810071

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 268. fundur - 17.10.2018

Heimskautsgerðið hefur lagt inn beiðni um fjárhagsaðstoð vegna malbikunarframkvæmda við gerðið í ljósi þess að malbikunarverktakar eru staddir á Raufarhöfn.
Skv. samkomulagi Norðurþings og Heimskautsgerðisins á sveitarfélagið eftir að leggja fram hluta mótframlags vegna styrks sem sótt var um til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða fyrir árið 2017.
Það mál sem hér um ræðir kemur fram með óvenjulegum hætti og litlum fyrirvara. Skipulags- og framkvæmdaráð hefur þannig hvorki haft umrædda framkvæmd til umræðu né á framkvæmdaáætlun.
Byggðarráð telur hins vegar afar brýnt að uppbygging Heimskautsgerðisins við Raufarhöfn haldi áfram. Í ljósi þess að malbikunarverktakar verða staddir á Raufarhöfn á næstu dögum er hagkvæmt að fara í framkvæmdina á þessum tímapunkti. Við þær aðstæður telur ráðið rétt að bregðast við og felur sveitarstjóra að gera samkomulag við stjórn Heimskautsgerðisins um framkvæmdina og fjármögnun hennar. Framlag Norðurþings verði allt að 9 milljónum á þessu ári, verði framkvæmdinni komið við.