Fara í efni

Ársskýrsla Slökkviliðs Norðurþings 2018

Málsnúmer 201901003

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 277. fundur - 10.01.2019

Fyrir byggðarráði liggur ársskýrsla slökkviliðs Norðurþings fyrir árið 2018. Grímur Kárason mætir á fundinn og fer yfir skýrsluna.

Í samantekt ársins kemur m.a. fram að miklar breytingar hafa orðið á starfsemi slökkviliðsins s.l. ár. Þrjú 100% stöðugildi eru hjá liðinu í dag auk þess eru tvær bakvaktarstöður frá kl. 16.00 - 08.00 alla virka daga og um helgar. Þriðja fasta staðan er tilkomin vegna samnings um að sinna viðbragðsþjónustu fyrir PCC á Bakka og önnur bakvaktarstaðan vegna samnings við HSN. Slökkviliðið er með samning við HSN á Húsavík um mönnun á öðrum af tveimur sjúkrabílum stofnunarinnar. Sá samningur tryggir að starfsmenn HSN sem sinna hinum sjúkrabílnum tilheyra bakvaktarhópi slökkviliðsins og verða grunnmenntaðir til þess á árinu 2019.

Útkallsverkefni allra þátta liðsins hafa aukist verulega og voru þau 131 á árinu 2018, sem er aukning um 84% miðað við árið á undan með tilkomu samninganna sem vitnað er til að ofan. Sundurgreint var 90 verkefnum vegna sjúkraflutninga sinnt á árinu. Slökkviliðið sinnti 18 verkefnum þar sem um var að ræða eld, reykræstingu, eiturefnaleka, klippuvinnu eða upphreinsun vegna efnaleka. Vettvangsliðahópur liðsins á Kópaskeri sinnti 23 útköllum á árinu sem er umtalsverð fjölgun frá 2017.
Byggðarráð þakkar Grími fyrir kynninguna.