Fara í efni

Niðurstöður úttektar á gerð læsisstefnu

Málsnúmer 201903069

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 35. fundur - 03.06.2019

Lögð er fram til kynningar niðurstaða úttektar Menntamálastofnunar á stöðu læsisstefnu hjá sveitarfélögum og skólum hennar, vegna skuldbindinga sem til eru komnar vegna undirritunar sveitarfélaganna á þjóðarsáttmála um læsi.
Fræðslufulltrúi kynnti niðurstöðu úttektar Menntamálastofnunar á stöðu læsisstefnu hjá sveitarfélögum.
Ráðið felur fræðslufulltrúa að útfæra læsistefnu fyrir alla leik- og grunnskóla Norðurþings í samvinnu við skólastjórnendur viðkomandi skólastofnana sem og að samræma læsisstefnu á milli skólastiga og leggja fyrir ráðið. Lagt er upp með að stefnur skólanna verði Læsisstefna Norðurþings.