Fjölskylduráð

35. fundur 03. júní 2019 kl. 13:00 - 14:04 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Hnefill Örlygsson formaður
  • Berglind Hauks aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 2 - 5.

1.Umsókn í lista og menningarsjóðs Norðurþings vegna útskriftarverkefnis um Huldu

201905134

Harpa Dís Hákonardóttir og Hjördís Gréta Guðmundsdóttir
sækja um 100.000 kr styrk vegna lokaverkefnis í Listaskóla Íslands um Huldu.
Styrknum á að ráðstafa í ferðakostnað til að ferðast til Húsavíkur og dvelja þar í viku.
Verkefnið hefur fengið styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 45.000 úr Lista- og menningarsjóði Norðurþings.

2.Niðurstöður úttektar á gerð læsisstefnu

201903069

Lögð er fram til kynningar niðurstaða úttektar Menntamálastofnunar á stöðu læsisstefnu hjá sveitarfélögum og skólum hennar, vegna skuldbindinga sem til eru komnar vegna undirritunar sveitarfélaganna á þjóðarsáttmála um læsi.
Fræðslufulltrúi kynnti niðurstöðu úttektar Menntamálastofnunar á stöðu læsisstefnu hjá sveitarfélögum.
Ráðið felur fræðslufulltrúa að útfæra læsistefnu fyrir alla leik- og grunnskóla Norðurþings í samvinnu við skólastjórnendur viðkomandi skólastofnana sem og að samræma læsisstefnu á milli skólastiga og leggja fyrir ráðið. Lagt er upp með að stefnur skólanna verði Læsisstefna Norðurþings.

3.Launað námsleyfi

201905152

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar launuð námsleyfi félagsmanna í BHM og Félagi leikskólakennara.
Fjölskylduráð fjallaði um málið og felur fræðslufulltrúa að afla frekari upplýsinga um hvernig sveitarfélög standa að launuðum námsleyfum og leggja fyrir ráðið.

4.Skólaþjónusta Norðurþings - Aukning starfshlutfalls sálfræðinga.

201806108

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfshlutfall sálfræðinga hjá Skólaþjónustu Norðurþings.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að afla frekari gagna og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

5.Grunnskóli Raufarhafnar - Ráðning skólastjóra

201905030

Til umræðu er ráðning skólastjóra við Grunnskóla Raufarhafnar.
Fræðslufulltrúi kynnti ráðningarferli skólastjóra við Grunnskóla Raufarhafnar. Ein umsókn barst um stöðu skólastjóra.

Hrund Ásgeirsdóttir vék af fundi.

Fundi slitið - kl. 14:04.