Fara í efni

Óskað er eftir samþykki fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í landi Árdals.

Málsnúmer 201908056

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 41. fundur - 20.08.2019

Jónas Þór Viðarsson óskar eftir heimild til að setja niður gámaeiningar í landi Árdals til ferðaþjónustu. Ætlunin er að hýsa þar gistingu fyrir um 25 manns, auk þess sem gert verði ráð fyrir eldunaraðstöðu, matsal og snyrtingum í húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð lýsir sig tilbúið til að skoða hugmyndir að uppbyggingu ferðaþjónustu í Árdal. Á hinn bóginn þarf nefndin þar til gerð gögn um áformin áður en erindi er svarað. Gögn feli í sér skýra afstöðu húsa og umferðarleiða til nágrennis sem og útlit og gerð húsa. Umsækjanda er einnig bent á að hafin er vinna við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Landeigendum mun í því ferli gefast kostur á að koma sjónarmiðum um landnotkun til skipulags- og framkvæmdaráðs.