Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

41. fundur 20. ágúst 2019 kl. 14:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Norðlenska ehf. óskar eftir heimild til að gera tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð félagsins

Málsnúmer 201901119Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 31. júlí s.l. gerði Skipulagsstofnun nokkrar athugasemdir við breytingu deiliskipulags athafnasvæðis A5 við Kringlumýri.
1) Gera þarf grein fyrir hvernig fyrirhuguð áform samræmast aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 og rökstyðja þarf þörf fyrir umfangi.
2) Afla þarf umsagnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra vegna deiliskipulagstillögunnar.
3) Bent er á að um er að ræða starfsmannabústaði fremur en gistiskála á byggingarreitum norðanvert á lóðinni.
4) Setja þarf skilmála í skipulagsgögn í samræmi við kröfur reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 (m.s.br.).
5) Minnt er á mikilvægi þess að uppfæra dagsetningar við breytingar á skipulagsgögnum.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra sendi umsögn sína um deiliskipulagstillöguna 16. ágúst s.l. HNE telur að fjalla beri um fyrirhugaðar byggingar norðantil á lóðinni sem starfsmannabústaði fremur en gistiskála. Minnt er á að kröfur um starfsmannabústaði má finna í 25. gr. reglugerarðar nr. 941/2002.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingum skipulagstillögunnar m.t.t. þeirra athugasemda sem borist hafa.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagið verði samþykkt með þeim breytingum sem kynntar voru á fundinum.

2.Steinsteypir ehf óskar eftir breytingum lóðarmarka við Haukamýri 1

Málsnúmer 201908057Vakta málsnúmer

Friðrik Sigurðson, f.h. Steinsteypis ehf., óskar eftir breytingum á lóðarmörkum Haukamýrar 1. Um er að ræða minnkun lóðarinnar úr 2802,7 m² í um 2.450 m² skv. framlagðri rissmynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breytt afmörkun lóðar verði samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta útbúa hnitsett lóðarblað til samræmis við fyrirliggjandi teikningu.

3.Krafa um að óleyfismannvirki við Hafnarstétt 13 verði fjarlægð

Málsnúmer 201908066Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti bréf sitt dags. 16. ágúst til Gentle Giants Hvalaferða ehf. þar sem þess er krafist að fjarlægð verði óleyfismannvirki utan lóðar að Hafnarstétt 13.
Einnig gerði skipulags- og byggingarfulltrúi grein fyrir samskiptum aðila undanfarnar vikur.
Á 23. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs þann 12. febrúar s.l. lagði sveitarstjóri Norðurþings fram drög að málamiðlunartillögu fyrir Skipulags- og framkvæmdaráðs vegna framkvæmda við Flókahús, Hafnarstétt 13. Ráðið féllst á tillögur sveitarstjóra sem í framhaldinu voru lagðar fyrir eigandi Flókahúss. Ekkert samkomulag er í gildi enda óundirritað.
Á 37. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs þann 2. júlí s.l. bókaði ráðið vegna sama máls að framkvæmdir skyldu vera innan lóðamarka fyrir utan þau frávik sem þegar höfðu verið samþykkt samkvæmt óundirrituðum drögum að samkomulagi. Ráðið telur því ekki þörf á að álykta frekar um málið.

4.Flutningur á skíðalyftu úr Mel í Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 201908065Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur ósk frá Skíðadeild Völsungs, um kostnaðarþátttöku Norðurþings vegna fyrirhugaðra flutninga skíðalyftubúnaðar úr Melnum í Reyðarárhnjúk.
Færsla skíðamannvirkja í eigu Norðurþings, að fyrirhuguðu útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk hefur verið í umræðunni um langt skeið og hefur að undanförnu, aukinn þungi verið lagður í samráðsvinnu hagsmunaaðila og skipulagsvinnu vegna þeirra áforma. Með samstilltu átaki hagsmunaaðila, áhugasamra verktaka og sveitarfélags, telja menn að mögulegt sé að ráðast í verkefnið í haust, á kostnaðarlega ásættanlegum forsendum.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til fyrirliggjandi tillagna.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið og telur afar jákvætt hversu vasklega áhugafólk hefur gengið fram í þessum málum. Sett var á framkvæmdaáætlun fimm milljónir til uppbyggingar á skíðasvæði við Reyðarárhnjúk og því lítið til fyrirstöðu að fjármagna þá fjárhæð sem upp á vantar skv. fyrirliggjandi kostnaðaráætlun áhugahóps. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi beiðni og mun leggja verkefninu til 12,9 milljónir.

5.Sævar Guðbrandsson f.h. Bifhjólasamtaka Þingeyinga, óskar eftir viðræðum við Norðurþing um afnot af húsnæði.

Málsnúmer 201908030Vakta málsnúmer

Sævar Guðbrandsson f.h. Bifhjólasamtaka Þingeyinga, óskar eftir viðræðum við Norðurþing um afnot af húsnæði.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar beiðninni á þeim forsendum að til standi að selja umrædda eign.

6.Slitlag á Auðbrekku.

Málsnúmer 201908062Vakta málsnúmer

Bjarki Helgason óskar eftir því að úrbætur verði gerðar á slitlagi í Auðbrekku.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða hvaða úrbætur séu í boði.

7.Gangbrautir og skólabörn

Málsnúmer 201908069Vakta málsnúmer

Guðmundur Halldór Halldórsson leggur til að lögð verði gangbraut á gatnamótum Baughóls og Fossvalla.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að koma upp gangbraut við gatnamót Baughóls og Fossvalla.

8.Styrkvegir 2019

Málsnúmer 201901101Vakta málsnúmer

Nú liggur fyrir það fjármagn sem Vegagerðin mun úthluta til styrkvega í Norðurþingi á árinu 2019.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að ákvarða skiptingu fjármagns milli þeirra verkefna sem lágu til grundvallar styrkumsóknar til Vegagerðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útdeila úthlutuðu styrkfé.

Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að sækja um styrki í styrkvegasjóð Vegagerðar Ríkisins fyrir árið 2020 vegna viðhalds skíðavegar við Reyðarárhnjúk og tengivegar frá þjóðvegi 85 að skotsvæði.

9.Regnbogarendur (gay pride) yfir Ásgarðsveg.

Málsnúmer 201908064Vakta málsnúmer

Rekstraraðilum Naustsins og Árbóls hefur verið heimilað að mála gangstétt og götu milli áðurnefndra húsa í regnbogalitum í anda gleðigöngu Hinsegin daga.
Málið er því lagt fyrir skipulags- og framkvæmdaráð til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

10.Sérmerkt bílastæði á hafnarstétt.

Málsnúmer 201908067Vakta málsnúmer

Erindi frestað.

11.Langtímaáætlun Norðurþings um viðhald hafnar á Kópaskeri m.t.t. dýpkunar og lýsingar hafnarinnar, viðgerðar á göngubrú o.fl.

Málsnúmer 201908063Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið. Um er að ræða beiðni um viðgerð á göngubrú eða landgang flotbryggju sem skemmdist í óveðri sem gekk yfir í janúar. Landgangurinn var tekin upp við fyrsta tækifæri og lagfærður. Einnig er búið að skipta út ljósum á höfninni og staðsetja nýja led kastara en það var gert í vor.

Ráðist var í dýpkun á Kópaskeri 2016 en þá var dýpið við viðlegu bryggjunnar og í flotbryggjubót orðið verulega lítið og erfitt fyrir báta að liggja við bryggjurnar. Flotbryggjubótin var þá grafin út og grafin var renna meðfram bryggjunni að austan verðu. Dýpið hefur haldið sér nokkuð óbreytt síðan ráðist var í þessar framkvæmdir, að sögn hafnarvarðar, fyrir utan sandsöfnun við innsiglingu inn í flotbryggjubót og nyrst austan við steinbryggju en aftrar ekki aðkomu báta enn sem komið er.

Erfitt getur reynst að gera langtímaáætlun er varðar dýpkun þar sem ómögulegt er að segja til um hvenær þörf verður á að dýpka næst. Hinsvegar er það stefna Skipulags- og framkvæmdaráðs að viðhald hafnar sé í lagi og komist til móts við notendur þar.

12.Framkvæmdaáætlun hafnasjóðs 2019

Málsnúmer 201810048Vakta málsnúmer

Óskað er eftir tilfærslu fjármagns vegna framkvæmda á Höfnum, frá samþykktri framkvæmdaáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tilfærsluna samkv. fyrirliggjandi minnisblaði.

13.Óskað er eftir samþykki fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í landi Árdals.

Málsnúmer 201908056Vakta málsnúmer

Jónas Þór Viðarsson óskar eftir heimild til að setja niður gámaeiningar í landi Árdals til ferðaþjónustu. Ætlunin er að hýsa þar gistingu fyrir um 25 manns, auk þess sem gert verði ráð fyrir eldunaraðstöðu, matsal og snyrtingum í húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð lýsir sig tilbúið til að skoða hugmyndir að uppbyggingu ferðaþjónustu í Árdal. Á hinn bóginn þarf nefndin þar til gerð gögn um áformin áður en erindi er svarað. Gögn feli í sér skýra afstöðu húsa og umferðarleiða til nágrennis sem og útlit og gerð húsa. Umsækjanda er einnig bent á að hafin er vinna við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Landeigendum mun í því ferli gefast kostur á að koma sjónarmiðum um landnotkun til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Fundi slitið - kl. 16:00.