Fara í efni

Krafa um að óleyfismannvirki við Hafnarstétt 13 verði fjarlægð

Málsnúmer 201908066

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 41. fundur - 20.08.2019

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti bréf sitt dags. 16. ágúst til Gentle Giants Hvalaferða ehf. þar sem þess er krafist að fjarlægð verði óleyfismannvirki utan lóðar að Hafnarstétt 13.
Einnig gerði skipulags- og byggingarfulltrúi grein fyrir samskiptum aðila undanfarnar vikur.
Á 23. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs þann 12. febrúar s.l. lagði sveitarstjóri Norðurþings fram drög að málamiðlunartillögu fyrir Skipulags- og framkvæmdaráðs vegna framkvæmda við Flókahús, Hafnarstétt 13. Ráðið féllst á tillögur sveitarstjóra sem í framhaldinu voru lagðar fyrir eigandi Flókahúss. Ekkert samkomulag er í gildi enda óundirritað.
Á 37. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs þann 2. júlí s.l. bókaði ráðið vegna sama máls að framkvæmdir skyldu vera innan lóðamarka fyrir utan þau frávik sem þegar höfðu verið samþykkt samkvæmt óundirrituðum drögum að samkomulagi. Ráðið telur því ekki þörf á að álykta frekar um málið.