Fara í efni

Bygging selaskoðunarskýlis við Bakkahlaup

Málsnúmer 201909072

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 94. fundur - 13.04.2021

Yfirferð á stöðu verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 120. fundur - 01.03.2022

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur kostnaðaráætlun í byggingu selaskoðunarskýlis við Bakkahlaup í Öxarfirði. Verkefnið hlaut styrk frá Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða árið 2021. Norðurþing er samstarfsaðili Fuglastígs á Norðausturlandi sem fer fyrir verkefninu.
Fyrir liggur að gera þarf ráð fyrir mótframlagi Norðurþings á framkvæmdaáætlun 2022. Samkvæmt samstarfssamningi milli Norðurþings og Fuglastígs er gert ráð fyrir að Norðurþing leggi til fjármagn allt að 20% af heildarkostnaði skýlisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til fjármagn allt að 20% af heildarkostnaði skýlisins.