Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

94. fundur 13. apríl 2021 kl. 13:00 - 15:55 Fjarfundur
Nefndarmenn
 • Silja Jóhannesdóttir formaður
 • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
 • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
 • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
 • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
 • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
 • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
 • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
 • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
 • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Smári J. Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir liðum 2-4.
Ketill G. Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir liðum 5-7.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 12.

1.Uppbygging útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 202009034Vakta málsnúmer

Böðvar Bjarnason og Garðar Héðinsson komu á fund ráðsins til að ræða hönnun skíðasvæðis við Reyðaárhnjúk. Á síðasta fundi ráðsins var kynnt hönnunarvinna frá öðrum skíðasvæðum á Íslandi og þarf ráðið að taka ákvörðun um framhaldið.

Hér er komin drög að Master Plani frá SE group:
Hér er almennt Master Plan fyrir Ísafjörð:
https://www.dropbox.com/s/3921b239q7js7j6/Isafjordur Master Plan_100120.pdf?dl=0

Hér er specifications fyrir Ísafjörð:
https://www.dropbox.com/s/utghr9pj8jvfnnb/Isafjordour_Mtn Specifications.pdf?dl=0

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Böðvari og Garðari fyrir komuna. Ráðið frestar málinu til næsta fundar þar sem stefnt er að tekin verði afstaða til hönnunar svæðisins.

2.Sorpmóttaka Raufarhöfn

Málsnúmer 202002028Vakta málsnúmer

Óskar Óskarsson, bæjarverkstjóri á Raufarhöfn kom inn á fundinn og lýsti verkefninu sem unnið er með og snýr að sorpmóttöku á staðnum.
Nýlega var ráðist í uppbyggingu aðstöðu til móttöku og flokkun sorps innan þéttbýlis á Raufarhöfn. Sorpmóttakan sem engöngu er ætluð greiðendum sorphirðugjalda, var byggð upp í svokallaðri síldarþró innan hafnarsvæðis og er staðsetningin með þeim hætti að nokkuð auðvelt er að viðhafa nauðsynlega stýringu á aðgengi samhliða leiðbeinandi eftirliti varðandi flokkun sorps eins og almennt tíðkast á sorpmóttökustöðvum um land allt. Lagt var upp með að starfsmaður áhaldahúss veitti leiðbeiningar og ráðgjöf innan auglýsts opnunartíma og var í því skyni lögð fram tillaga að vöktuðum opnunartíma sorpmóttökunnar. Heimamenn lögðust eindregið gegn takmörkunum á aðgengi að móttökunni og kölluðu eftir ótakmörkuðum opnunartíma án eftirlits, sem skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti á þeim tíma. Frá opnun móttökunnar hefur þó oft og ítrekað komið fram í máli bæjarverkstjóra á Raufarhöfn að umrætt fyrirkomulag sé fjarri því að skila árangri m.t.t. gæða sorpflokkunar eða almennnrar umgengni um sorpmóttökusvæðið og leiðir því til aukins kostnaðar sveitarfélagsins vegna sorpförgunar.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til fyrirkomulags í tengslum við aðgengismál sorpmóttöku á Raufarhöfn byggt á þeirri reynslu sem fyrir liggur.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Óskari komuna.

Kristinn Lund óskar bókað:
Ég legg til að sorpmóttakan á Raufarhöfn verði opið miðvikudaga og föstudaga frá kl. 15-17 og opið á laugardögum frá kl.12-14. Og það verði starfsmaður til að leiðbeina fólki þegar opið er.

Kristinn og Kristján Friðrik eru samþykkir bókun Kristins.

Undirrituð leggur til að starfsmönnum verði falið að skoða hvaða leiðir eru til að lágmarka kostnað sem fellur til vegna notkunar lögaðila á sorpmóttökunarstöðvum Norðurþings austan Tjörnes en þær eru eingöngu fyrir íbúa. Undirrituð leggur einnig til að haldinn verði íbúafundur á Raufarhöfn og í Öxarfirði þar sem sorpmóttökumál verði rædd. Það er vissulega mikil þægindi fólgin í því fyrir íbúa að geta losað sig við sorp þegar hentar en ef umgengni er ábótavant eða verið er að losa sorp á þessum stöðum sem ekki verið er að greiða fyrir þarf að grípa til lokana á svæðunum.
Silja Jóhannesdóttir.

Silja og Nanna eru samþykkar bókun Silju.

Bergur Elías leggur fram tillögu:
Íbúum og lögaðilum á Raufarhöfn verði sent erindi vegna sorpmóttöku staðarins þar sem ábendingum verið komið á framfæri um nauðsynlega flokkun úrgangs sem og að lögaðilum bera að greiða fyrir sitt sorp.

Verði flokkun og umgengni svæðisins ekki með viðunandi hætti er ljóst að grípa þarf til takmörkunar á opnunartíma og frekara eftirliti með flokkun.

Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að senda íbúum erindið. Að 6 vikum liðnum frá því að erindi hefur verið sent, skal opnun sorpmóttöku tekinn til skoðunar.

Bergur, Silja og Nanna samþykkja tillögu Bergs.

3.Ósk um að svæðið austan við gömlu sorpbrennsluna verði samþykkt hundasvæði

Málsnúmer 202103036Vakta málsnúmer

Benóný Valur Jakobsson kom á fund skipulags-og framkvæmdaráðs. Hann óskar eftir því að svæðið austan við gömlu sorpbrennsluna verði samþykkt hundasvæði. Óskað er eftir er að svæðið verði lýst hundasvæði þar sem hundar geti gengið lausir undir eftirliti eigenda, að sveitarfélagið auglýsi það sérstaklega á sinni heimasíðu og að svæðið verði merkt með skilti svo að vegfarendur geri sér grein fyrir að þarna séu lausir hundar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að skilgreina umrætt svæði sem hundasvæði.

Bergur Elías leggur fram eftirfarandi bókun:

Undirritaður tekur undir tillögu bréfritara um mikilvægi þess að skilgreina svæði nærri byggð þar sem lausaganga hunda er heimiluð. Tel rétt að svæðin verði tvö þ.e. norðan við bæinn (austan við gömlu sorpstöðina) og sunnan við Húsavíkurbæ (Flatarholt). Hvort tveggja einföld og kostnaðarlítil aðgerð. Rétt er þó að óska eftir umsögn frá Sjóböðunum sem eru með sína starfsemi nærri umræddu svæði.

Stóra málið er að koma upp hundagerði. Undirritaður telur mikilvægt að fundinn sé staður fyrir það sem er í þokkalegu göngufæri fyrir flesta hundaeigendur og því sé hægt að halda opnu yfir vetrartímann.

Bergur Elías leggur fram eftirfarandi tillögu:

Í ljósi framangreinda er lagt til að áhugasamir hundaeigendur um uppbyggingu hundagerðis verið boðaðir á fund til að ræða staðsetningu og uppbyggingu gerðisins í samvinnu við sveitarfélagið Norðurþing.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu Bergs.

4.Tilboð í viðhald og eftirlit með girðingum

Málsnúmer 202104031Vakta málsnúmer

Saltvík ehf. gerir hér með tilboð í viðhald og eftirlit með bæjargirðingu sunnan Húsavíkur. Um er að ræða girðingu frá Laxamýrarleiti að vegi við Höskuldsvatn sem er um 50% af heildarlengd bæjargirðingar frá mörkum Saltvíkurlands í suðri og Bakkalands í norðri.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fara í viðræður þar sem verkefnið er hluti af viðhaldi girðinga.

5.Bygging selaskoðunarskýlis við Bakkahlaup

Málsnúmer 201909072Vakta málsnúmer

Yfirferð á stöðu verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.

6.Aðgangsstýring í Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202103042Vakta málsnúmer

Fyrir Skipulags og framkvæmdaráði liggur Sölutilboð frá Nortek í uppsetningu á aðgangsstýringu við innganga Borgarhólsskóla.
Ráðið bókaði eftirfarandi 91. fundi sínum 9. mars sl.
skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir ráðið sem fyrst.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð.

7.Veiðileyfi göngusilungs í sjó fyrir landi Húsavíkur 2021

Málsnúmer 202104032Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um gjald fyrir silungsveiði í sjó fyrir landi Húsavíkur árið 2021.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir óbreytt fyrirkomulag varðandi veiðileyfi göngusilungs í sjó fyrir landi Húsavíkur árið 2021.

8.Ósk um leyfi til að rífa niður íbúðarhús í landi Hveravalla

Málsnúmer 202104026Vakta málsnúmer

Óskað er eftir heimild til að rífa gamalt íbúðarhús, matshluta 04 og 05, á Hveravöllum í Reykjahverfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar fyrir sitt leiti að húsið verði rifið.

9.Heimöx óskar eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir söluhúsi við Gljúfrastofu í Ásbyrgi

Málsnúmer 202104034Vakta málsnúmer

Heimöx óskar eftir framlengingu stöðuleyfis fyrir söluhús nærri Gljúfrastofu í Ásbyrgi. Stöðuleyfi fyrir húsinu var síðast samþykkt af skipulags- og framkvæmdaráði í febrúar 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leiti framlengingu stöðuleyfis til loka apríl 2022. Ráðið áréttar að samþykki sveitarfélagsins er háð samþykki umráðanda lands.

10.Deiliskipulag fiskeldis í Núpsmýri

Málsnúmer 201803144Vakta málsnúmer

Nú liggur fyrir uppfærð tillaga að deiliskipulagi fiskeldis í Núpsmýri. Breytingar eru í samræmi við bókun ráðsins frá fundi 30. mars s.l. sem inniheldur tillögur að viðbrögðum við þeim athugasemdum sem bárust við kynningu deiliskipulagstillögunnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að komið hafi verið með fullnægjandi hætti til móts við tillögur ráðsins frá síðasta fundi. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með áorðnum breytingum og skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku þess.

11.Húsavíkurstofa óskar eftir stöðuleyfi fyrir biðskýli við Norðurgarð

Málsnúmer 202104057Vakta málsnúmer

Silja vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð felst á að veita stöðuleyfi til eins árs til samræmis við ákvæði byggingareglugerðar.

12.Ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings 2020

Málsnúmer 202103005Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráð liggja drög að ársreikningi hafnasjóðs fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:55.