Fara í efni

Ósk um að svæðið austan við gömlu sorpbrennsluna verði samþykkt hundasvæði

Málsnúmer 202103036

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 94. fundur - 13.04.2021

Benóný Valur Jakobsson kom á fund skipulags-og framkvæmdaráðs. Hann óskar eftir því að svæðið austan við gömlu sorpbrennsluna verði samþykkt hundasvæði. Óskað er eftir er að svæðið verði lýst hundasvæði þar sem hundar geti gengið lausir undir eftirliti eigenda, að sveitarfélagið auglýsi það sérstaklega á sinni heimasíðu og að svæðið verði merkt með skilti svo að vegfarendur geri sér grein fyrir að þarna séu lausir hundar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að skilgreina umrætt svæði sem hundasvæði.

Bergur Elías leggur fram eftirfarandi bókun:

Undirritaður tekur undir tillögu bréfritara um mikilvægi þess að skilgreina svæði nærri byggð þar sem lausaganga hunda er heimiluð. Tel rétt að svæðin verði tvö þ.e. norðan við bæinn (austan við gömlu sorpstöðina) og sunnan við Húsavíkurbæ (Flatarholt). Hvort tveggja einföld og kostnaðarlítil aðgerð. Rétt er þó að óska eftir umsögn frá Sjóböðunum sem eru með sína starfsemi nærri umræddu svæði.

Stóra málið er að koma upp hundagerði. Undirritaður telur mikilvægt að fundinn sé staður fyrir það sem er í þokkalegu göngufæri fyrir flesta hundaeigendur og því sé hægt að halda opnu yfir vetrartímann.

Bergur Elías leggur fram eftirfarandi tillögu:

Í ljósi framangreinda er lagt til að áhugasamir hundaeigendur um uppbyggingu hundagerðis verið boðaðir á fund til að ræða staðsetningu og uppbyggingu gerðisins í samvinnu við sveitarfélagið Norðurþing.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu Bergs.