Fara í efni

Heimöx óskar eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir söluhúsi við Gljúfrastofu í Ásbyrgi

Málsnúmer 202104034

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 94. fundur - 13.04.2021

Heimöx óskar eftir framlengingu stöðuleyfis fyrir söluhús nærri Gljúfrastofu í Ásbyrgi. Stöðuleyfi fyrir húsinu var síðast samþykkt af skipulags- og framkvæmdaráði í febrúar 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leiti framlengingu stöðuleyfis til loka apríl 2022. Ráðið áréttar að samþykki sveitarfélagsins er háð samþykki umráðanda lands.