Fara í efni

Aðgangsstýring í Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202103042

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 91. fundur - 09.03.2021

Skólastjóri Borgarhólsskóla ítrekar beiðni sína á uppsetningu aðgangsstýrikerfis við innganga Borgarhólsskóla.
Á 7. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað að ráðist yrði í framkvæmdir við uppsetningu slíks kerfis innan skamms tíma.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir ráðið sem fyrst.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 94. fundur - 13.04.2021

Fyrir Skipulags og framkvæmdaráði liggur Sölutilboð frá Nortek í uppsetningu á aðgangsstýringu við innganga Borgarhólsskóla.
Ráðið bókaði eftirfarandi 91. fundi sínum 9. mars sl.
skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir ráðið sem fyrst.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð.