Fara í efni

Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta

Málsnúmer 202009069

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 339. fundur - 17.09.2020

Fyrir byggðarráði liggur bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins varðandi úthlutun byggðakvóta.
Sú breyting hefur verið gerð á umsóknarferlinu frá fyrra ári að ekki er þörf á að sveitarstjórnir sæki sérstaklega um byggðakvóta heldur mun ráðuneytið tilkynna sveitarstjórnum hversu miklar aflaheimildir koma í hlut hvers byggðarlags sem undir þær falla þegar sú skipting liggur fyrir. Reiknað er með tilkynning úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021 verði send til sveitarstjórna fyrir lok októbermánaðar.

Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020.
Sveitarstjóra er falið að senda inn ósk um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu til samræmis við sérreglur fyrra árs.

Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður leggur til að sveitarfélagið hefji vinnu við að sækja um að fá úthlutuðum 500 tonnum af byggðakvóta fyrir Húsavík í 10 ár, sem felur í sér reglugerðarbreytingu. Byggðaráð samþykkti á fundi sínum þann 28. maí síðastliðinn að óska eftir úthlutun á sértækum byggðakvóta til Kópaskers fyrir fiskveiðiárið 2020/2021.
Greinargerð
Fiskveiðiárið 2014/2015 var 140 tonnum úthlutað sem byggðakvóta til Húsavíkur. En síðan þá hefur engum byggðakvóta verið úthlutað á Húsavík. Árinu áður var 210 tonnum úthlutað af byggðakvóta.
Árið 2014 hurfu um 60% af aflaheimildum á Húsavík með brotthvarfi Vísis hf. sem tók kvóta byggðalagsins í burtu. Það er mikilvægt að treysta innviði og undirstöðuatvinnuvegi í sveitarfélaginu.
Þegar er sértækum byggðakvóta og hefðbundnum byggðakvóta úthlutað á Raufarhöfn. Þá er mikilvægt að ná styrkja atvinnulíf á Kópaskeri með úthlutun á sérstækum byggðkvóta. Dregið hefur úr magni á hefðbundnum byggðakvóta til úthlutunar á Kópaskeri á undanförnum árum."

Tillagan er samþykkt samhljóða.