Fara í efni

Loftbrú - lægri flugfargjöld fyrir íbúa landsbyggðarinnar

Málsnúmer 202009078

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 339. fundur - 17.09.2020

Þann 9. september sl. kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýtt fyrirkomulag í flugsamgöngum sem gefur íbúum á landsbyggðinni, með lögheimili fjarri höfuðborginni, kost á afsláttarkjörum sem nema 40% afslætti á allt að 6 flugleggjum á ári.

Byggðarráð Norðurþings vill koma á framfæri ánægju sinni með að Loftbrú er nú loks orðin að veruleika, og að þar með gefist íbúum landsbyggðanna kostur á lægri flugfargjöldum. Með þessu verkefni batnar aðgengi að mikilvægri þjónustu á höfuðborgarsvæðinu og eykur búsetugæði landsbyggðanna.