Fara í efni

Rifós hf. sækir um byggingarleyfi fyrir eldishúsi við Röndina á Kópaskeri

Málsnúmer 202010124

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 82. fundur - 10.11.2020

Rifós hf. sækir um byggingarleyfi fyrir eldishúsi við Röndina á Kópaskeri. Húsið er 2.415 m² að grunnfleti, vegghæð 6,5 m og mænishæð 9,5 m. Húsið er klætt PIR samlokueiningum. Teikningar eru unnar af Runólfi Þ. Sigurðssyni byggingartæknifræðingi hjá Al-hönnun ehf.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að fyrirhuguð bygging sé innan ramma gildandi deiliskipulags og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir byggingunni.