Fara í efni

Ósk um breytingu á álagningu fasteignagjalda geymsluhúsnæðis.

Málsnúmer 202012004

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 347. fundur - 10.12.2020

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá eigendum geymsluhúsnæðis að Fiskifjöru 1 á Húsavík varðandi álagningu fasteignagjalda á geymslubilin.
Byggðarráð telur sig ekki geta orðið við erindinu þar sem Fiskifjara 1 er iðnaðar- og athafnalóð skv. gildandi skipulagi og er skráð sem slík í fasteignaskrá. Gjaldtaka fasteignagjalda á að vera í samræmi við það skv. samþykktum sveitarstjórnar. Fasteignaskattur af húsnæði á iðnaðar- og athafnalóðum er skv. samþykkt sveitarstjórnar 1,60% af fasteignamati (flokkur C) en verður 1,55% á árinu 2021.